Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands ætlar að taka ákvörðun sína um að segja skilið við forsetaembættið til endurskoðunar. Ólafur Ragnar kynnti þetta á fundi með fréttamönnum á Bessastöðum mánudaginn 27. janúar eftir að hann tók við áskorun rúmlega 30.000 manns um að hann gæfi kost á sér til endurkjörs í fimmta skipti 30. júní nk. Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Framsóknarflokksins, ávarpaði forseta fyrir hönd þeirra sem söfnuðu undirskriftunum.
Af orðum Ólafs Ragnars mátti ráða að honum væri óljúft eða vera settur í þá stöðu að þurfa að endurskoða afstöðu sína. Hann hefði tekið af skarið um brottför sína og Dorrit frá Bessastöðum í nýársávarpi sínu 1. janúar 2012. Strax sama kvöld hefði sjónvarpsstöð [RÚV] hins vegar rætt við virtan stjórnmálafræðiprófessor [Ólaf Þ. Harðarson] sem hefði túlkað orð sín á annan hátt en hann sjálfur hefði kosið.
Ólafur Ragnar rakti allar vangaveltur sem síðan hefðu farið af stað, sér hefði verið ómögulegt að bregðast við þeim og þess vegna látið hjá líða að svara nokkru um málið, umræðan hefði verið „út og suður“ í fjölmiðlum.
Hann sagðist einnig hafa verið of önnum kafinn frá áramótum til að setjast yfir þetta mál á þann hátt sem hann kysi áður en hann svaraði fjölmiðlum.
Ólafur Ragnar sagði sem fræðimaður hafa haft þá skoðun að í raun væri það aðeins þjóðin sem réði því hvern hún kysi sem forseta það mótaðist þungi til stuðnings einhverjum í samtölum manna á meðal á heimilum og vinnustöðum. Þetta hefði Ásgeir Ásgeirsson skynjað árið 1952 þegar hann bauð sig fram undir kjörorðinu: Fólkið velur forseta.
Með vísan til þessarar skoðunar teldi hann eðlilegt að þjóðin hefði svigrúm til að ræða hvern hún vildi sem forseta af þessum sökum hefði hann ekki viljað svara spurningum fjölmiðla þegar þeir tóku að spyrja hann um túlkun á nýársávarpi hans. Hann hefði ekki vitað hvernig hann ætti að svara. Nú lægi fyrir áskorun. „Ég hvorki bjóst við þessu né hafði óskað mér þetta,“ sagði Ólafur Ragnar: „Nú er þetta minn vandi.“
Hann sagði að einstaklingur sem þjóðin hefði sýnt þann trúnað að kjósa sem forseta hefði trúnaðarskyldur gagnvart þjóðinni „lýðræðislegar og siðferðilegar“, hann yrði nú að horfast í augu við þessar skyldur og taka fyrri ákvörðun sína til endurskoðunar. Hann yrði að fá tóm til að íhuga breytingu á fyrri ákvörðun. Það yrði ekki auðvelt. Hann myndi hugsa sinn gang til loka þessarar viku eða upphafs þeirrar næstu. Hann yrði að gera upp við sig hvort hann héldi við fyrri ákvörðun sína eða svaraði kallinu sem fælist í áskoruninni sem sér hefði verið afhent.
Ólafur Ragnar sagðist hafa vonað bæði fyrir sína og hönd og þjóðarinnar að hann þyrfti ekki að vera í þessum sporum.
Samkvæmt því sem segir á vefsíðunni Eyjunni spurðu blaðamenn Ólaf Ragnar hvort hann hefði hannað atburðarásina sem leiddi til þess að hann ákvað að endurskoða fyrri ákvörðun sína. „Þetta er stundum dálítið flatterandi að telja að ég hafi hæfileika til að hanna atburðarás með þessum hætti. Það er bara ekki þannig,“ svaraði forseti. Hann hefði fyrst heyrt af undirskriftasöfnuninni í símtali frá dóttur sinni.
Á blaðamannafundinum sagði Ólafur Ragnar einnig samkvæmt Eyjunni:
„Ef ég tæki þá ákvörðun að vera áfram, myndi ég vinna frítt fyrir ríkið. Menn geta svo velt því fyrir sér hvort ég væri að hanna atburðarás í marga mánuði til þess eins að vinna frítt fyrir ríkið. Það er sérkennilegur þankagangur. Það er út í hött.[…]
Eftirlaun mín sem forseti eru álíka mikil og launin sem ég myndi hafa sem forseti. þannig að ég myndi vinna fullkomlega frítt fyrir þjóðina ef ég sæti áfram…það væri enginn persónulegur ávinningur fyrir mig að sitja áfram, þvert á móti. Þá væri um fullkomna sjálfboðavinnu að ræða.“
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.