Mánudagurinn 25. janúar 2021

ESB-þingið samþykkir ályktun um aðild Íslands - breskur þingmaður á móti vegna Icesave -deilunnar


14. mars 2012 klukkan 19:35

Þing Evrópusambandsins samþykkti með 596 atkvæðum gegn 52 ályktun um aðildarviðræðurnar við Íslendinga miðvikudaginn 14. mars 2012. Um er að ræða ályktun sem utanríkismálanefnd ESB-þingsins samþykkti fyrir sitt leyti mánudaginn 2012 og vakti heitar umræður hér á landi vegna ákvæða í henni um breytingar á ríkisstjórn Íslands 31. desember 2011 sem ESB-þingið telur að greiða muni fyrir því að viðunandi niðurstaða náist í aðildarviðræðunum frá sjónarhóli Evrópusambandsins.

Marina Yannakoudakis

Í ályktuninni er athygli beint að pólitískum ágreiningi hér á landi um ESB-aðildina en lýst þeirri von að Ísland gangi í sambandið. Þess er getið að Ísland sé eitt elsta lýðræðisríki Evrópu og ESB-þingmennirnir eru ánægðir yfir því hve bel miðar að laga landið að kröfum ESB, segir í fréttatilkynningu frá ESB-þinginu.Marina Yannakoudakis, ESB-þingmaður, frá Bretlandi segist ekki styðja aðild Íslands nema Icesave-deilan sé leyst.

„Greinilegs árangurs verður vart,“ sagði Cristian Dan Preda, ESB-þingmaður frá Rúmeníu úr EPP-þingflokknum (mið-hægri flokki) og formaður Íslandsnefndar utanríkisnefndar ESB-þingsins, í umræðuna um ályktunina sem hann samdi. „Síðasta ár hefur sýnt að skriður er kominn á viðræðurnar.“ Taldi hann að Íslendingar þyrftu „upplýsta umræðu um ágæti ESB-aðildar“.

Í frétt BBC segir að Štefan Füle, stækkunarstjóri ESB, hafi viðurkennt að það væru „ólíkar“ skoðanir á Íslandi um hvort Ísland ætti að ganga í ESB.

Í ályktuninni er bent á að Icesave-deilan sé óleyst en í meðförum EFTA-dómstólsins og ætti því ekki að tefja fyrir aðildarviðræðunum. Þá er vakin athygli á ágreiningi Íslands og ESB um makríl og hvalveiðar sem eru bannaðar innan ESB. Þá vilja ESB-þingmennirnir að dregið sé úr ríkisafskiptum á sviði bankamála, orkumála, flug- og samgöngumála.

Í umræðum um tillöguna um Ísland á ESB-þinginu sagði breski íhaldsþingmaðurinn Charles Tannock að Ísland væri „fyrirmyndar ESB-ríki“. Hann sagði að gerðust Íslendingar aðilar að ESB vonaði hann að það mundir sannfæra Norðmenn um að þeir ættu að sækja um aðild.

Þingmaður breskra sjálfstæðissinna (UKIP), Mike Nattrass, lýsti andstöðu við aðild Íslands og sagði að hin sameiginlega sjávarútvegsstefna ESB mundi eyðileggja útgerð á Íslandi. „Í nafni þorsksins, segið nei,“ sagði hann í lok ræðu sinnar.

Marina Yannakoudakis, ESB-þingmaðuir breska Íhaldsflokksins frá London, birti miðvikudafinn 14. mars grein á vefsíðunni PS, Public Service Europe, um Icesave-málið. Hún leggur til að staðið verði gegn aðild Íslands að ESB þar til „Icesave-skuldin“ hafi verið greidd Bretum og Hollendingum.

Hún segir að „losaralegt regluverk á Íslandi“ hafi leitt til Icesave gjaldþrotsins og margir í kjördæmi hennar hafið tapað illa á því. Sex hverfsstjórnir í London hafi lagt 120 milljónir punda á Icesave-reikninga til að fá sem hæsta ávöxtun. Stofnun almannasamgangna í London hafi lagt 40 milljónir punda inn í Icesave og lögreglan í London 30 milljónir punda. Þá hafi tvö sjúkrahús átt slíka reikninga. Vegna þessa hafi hún talið sér skylt að greiða atkvæði gegn tillögu um aðild Íslands að ESB á fundi ESB-þingsins 14. mars 2012. Þetta hafi hún ekki gert vegna andstöðu við aðild Íslands heldur vegna þess að í ályktuninni segi að Icesave megi ekki „verða hindrun“ á leiðinni til aðildar.

Hún segist telja þetta óyfirstíganlega hindrun og David Cameron, forsætisráðherra Breta, sé henni sammála. Hann hafi sagt: „Við munum nota aðildarferlið til að tryggja að Íslendingar standi við skuldbindingar sínar, við viljum fá peningana okkar til baka.“

Grein sinni lýkur breski ESB-þingmaðurinn á þessum orðum:

„Að nota stækkunarviðræðurnar er nú besta aðferðin til að tryggja endurgreiðslu frá Íslandi. Og er málum í raun þannig háttað að ESB hafi áhuga á nýju aðildarríki sem stendur ekki við skuldbindingar sínar? Þá má spyrja hvenær íslenska bankakerfið verði heilbrigt ef Íslendingar leysa ekki Icesave-deiluna. Þetta skiptir höfuðmáli þegar íslensk heimili og fyrirtæki eru að kikna undir skuldum. Ég mun ekki styðja aðild Íslands að ESB fyrr en Íslendingar hafa greitt skuldir sínar.“

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS