Laugardagurinn 7. desember 2019

Hollendingar ráða ekki við fjárlagahalla-ágreiningur um niðurskurð-ríkis­stjórnin að falla?

Eiga á hættu að missa AAA-lánshæfismat og stöðu sína í lykilhópi evruríkja-hafa gert harðar kröfur til annarra um niðurskurð


28. mars 2012 klukkan 09:04
Hollenska þinghúsið

Hollenzka ríkisstjórnin nær ekki saman um aðgerðir til þess að ná fjárlagahalla ríkisins niður í 3% eins og hann á að vera samkvæmt fyrirmælum ESB. Þess í stað stefnir hann í 4,6% af vergri landsframleiðslu. Náist pólitísk samstaða ekki á Holland á hættu að missa AAA lánshæfismat ríkisins og stöðu sína í lykilhópi evruríkja. Þetta kemur fram í Financial Times í morgun, sem segir jafnframt að fjárfestar séu að missa trúna á að til staðar sé í Hollandi pólitískt bolmagn til að ráða við aðsteðjandi verkefni og vanda.

Í Hollandi situr hægri sinnuð samsteypustjórn, sem missti meirihluta sinn í þinginu fyrir nokkrum dögum, þegar einn þingmaður Frelsisflokks Geert Wilders (langt til hægri)yfirgaf flokk sinn. Holland hefur verið í hópi þeirra evruríkja (ásamt Þýzkalandi og Finnlandi) sem gert hafa harðastar kröfur til ríkja í suðurhluta Evrópu um niðurskurð opinberra útgjalda.

Ágreiningur er á milli Mark Rutte, forsætisráðherra, frá Frjálslynda flokknum og Wilders en hinn síðarnefndi hefur staðið gegn niðurskurði á framlögum til félagslegra málefna, svo sem heilbrigðismála, menntunar nemenda með sérþarfir, atvinnuleysistrygginga og lífeyrisgreiðslna. Andstaða Wilders, sem leiðir flokk, sem sumir telja öfgaflokk til hægri byggist á því að margir kjósendur hans koma úr röðum fólks, sem hefur minni menntun og býr við lægri laun. (Marine Le Pen sækir fylgi til sömu þjóðfélagshópa í Frakklandi. Adolf Hitler sömuleiðis fyrir rúmlega 80 árum í Þýzkalandi).

Hins vegar er Wilders tilbúinn til að standa að niðurskurði á framlögum til þróunarríkja, sem eru 0,7% af vergri landsframleiðslu og Hollendingar hafa lengi stært sig af.

Í Hollandi hafa heyrst raddir um að skynsamlegt sé að fara sér hægt í niðurskurði vegna samdráttar í efnahagsmálum.

Eitt af því, sem rætt er um er takmörkun á möguleikum fólks til að draga vaxtagreiðslur af fasteignalánum frá skatti, sem sú regla hefur leitt til þess að fasteignaskuldir í Hollandi eru með því hæsta sem þekkist á evrusvæðinu. Þá liggja einnig fyrir tillögur um að sjúklingar greiði meira fyrir heilbrigðisþjónustu og að skera niður framlög til atvinnuleysistrygginga en þær eru nú greiddar í 38 mánuði.

Lántökukostnaður Hollendinga hefur hækkað og er nú 20 punktum hærri en sami kostnaður Þjóðverja en svokölluð Bunds, þýzk ríkisskuldabréf, eru viðmiðun evruríkjanna.

Á hollenzka þinginu á kristilegur íhaldsflokkur tvö þingsæti en þeir þingmenn neita að styðja niðurskurð á framlögum til þróunarríkja.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS