Eiga á hættu að missa AAA-lánshæfismat og stöðu sína í lykilhópi evruríkja-hafa gert harðar kröfur til annarra um niðurskurð
Hollenzka ríkisstjórnin nær ekki saman um aðgerðir til þess að ná fjárlagahalla ríkisins niður í 3% eins og hann á að vera samkvæmt fyrirmælum ESB. Þess í stað stefnir hann í 4,6% af vergri landsframleiðslu. Náist pólitísk samstaða ekki á Holland á hættu að missa AAA lánshæfismat ríkisins og stöðu sína í lykilhópi evruríkja. Þetta kemur fram í Financial Times í morgun, sem segir jafnframt að fjárfestar séu að missa trúna á að til staðar sé í Hollandi pólitískt bolmagn til að ráða við aðsteðjandi verkefni og vanda.
Í Hollandi situr hægri sinnuð samsteypustjórn, sem missti meirihluta sinn í þinginu fyrir nokkrum dögum, þegar einn þingmaður Frelsisflokks Geert Wilders (langt til hægri)yfirgaf flokk sinn. Holland hefur verið í hópi þeirra evruríkja (ásamt Þýzkalandi og Finnlandi) sem gert hafa harðastar kröfur til ríkja í suðurhluta Evrópu um niðurskurð opinberra útgjalda.
Ágreiningur er á milli Mark Rutte, forsætisráðherra, frá Frjálslynda flokknum og Wilders en hinn síðarnefndi hefur staðið gegn niðurskurði á framlögum til félagslegra málefna, svo sem heilbrigðismála, menntunar nemenda með sérþarfir, atvinnuleysistrygginga og lífeyrisgreiðslna. Andstaða Wilders, sem leiðir flokk, sem sumir telja öfgaflokk til hægri byggist á því að margir kjósendur hans koma úr röðum fólks, sem hefur minni menntun og býr við lægri laun. (Marine Le Pen sækir fylgi til sömu þjóðfélagshópa í Frakklandi. Adolf Hitler sömuleiðis fyrir rúmlega 80 árum í Þýzkalandi).
Hins vegar er Wilders tilbúinn til að standa að niðurskurði á framlögum til þróunarríkja, sem eru 0,7% af vergri landsframleiðslu og Hollendingar hafa lengi stært sig af.
Í Hollandi hafa heyrst raddir um að skynsamlegt sé að fara sér hægt í niðurskurði vegna samdráttar í efnahagsmálum.
Eitt af því, sem rætt er um er takmörkun á möguleikum fólks til að draga vaxtagreiðslur af fasteignalánum frá skatti, sem sú regla hefur leitt til þess að fasteignaskuldir í Hollandi eru með því hæsta sem þekkist á evrusvæðinu. Þá liggja einnig fyrir tillögur um að sjúklingar greiði meira fyrir heilbrigðisþjónustu og að skera niður framlög til atvinnuleysistrygginga en þær eru nú greiddar í 38 mánuði.
Lántökukostnaður Hollendinga hefur hækkað og er nú 20 punktum hærri en sami kostnaður Þjóðverja en svokölluð Bunds, þýzk ríkisskuldabréf, eru viðmiðun evruríkjanna.
Á hollenzka þinginu á kristilegur íhaldsflokkur tvö þingsæti en þeir þingmenn neita að styðja niðurskurð á framlögum til þróunarríkja.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.