Fimmtudagurinn 22. apríl 2021

Stefán Haukur Jóhannesson: Ný sjávar­útvegs­stefna ESB líklega ekki fyrr en 2014 - skilyrði viðræðna við Íslendinga um sjávar­útvegsmál


8. apríl 2012 klukkan 11:24
ESB
Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, og Össur Skarphéðinsson í Brussel 27. júní 2011. Á milli þeirra er Stefán Haukur Jóhannesson, formaður viðræðunefndar Íslands.

Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra og formaður viðræðunefndar Íslands við Evrópusambandið, telur að ný, endurskoðuð sjávarútvegsstefna sambandsins taki ef til vill ekki gildi fyrr en á árinu 2014. ESB-ríkin þurfi þetta ár og hluta af því næsta til að komast að niðurstöðu. Meðal viðræðuaðila Íslands hjá ESB ríkir sú skoðun að tilgangslaust sé að hefja viðræður um sjávarútvegsmál í við Íslendinga fyrr en sjávarútvegsstefna ESB hafi verið mótuð og ákveðin.

Stefán Haukur lýsti þessari skoðun í samtali við Jón Baldur L‘Orange í þættinum ESB Nei eða já? á Útvarpi Sögu 23. febrúar 2012, en endurrit af samtali þeirra hefur nýlega birst á vefsíðu Jóns Baldurs. Í samtalinu sagði Stefán Haukur:

Jón Baldur L'Orange

„Við fylgjumst auðvitað vel með þessari endurskoðun á sjávarútvegsstefnunni og það er of snemmt að segja hver útkoman verður en það gætu svo sem falist í þessu tækifæri að því leyti að í sjávarútvegi til dæmis að því lengra sem endurskoðunin fer í átt til okkar sjónarmiða í sjávarútvegsmálum, það má segja, þröskuldurinn gagnvart þeim lausnum sem við þurfum lækki. [...] Boltinn í þessari endurskoðun er núna hjá aðildarríkjum og Evrópuþinginu og þau munu þurfa þetta ár og hluta af því næsta til að fá niðurstöðu. Það má gera ráð fyrir að endurskoðun í sjávarútvegsstefnu hjá ESB muni taka gildi kannski á árinu 2014.“

Stefán Haukur sagði að hvað sem liði endurskoðun ESB á sjávarútvegsstefnu sinni þyrftu Íslendingar „ákveðnar sérlausnir“ sem kæmu fram í áliti meirihluta utanríkismálanefndar alþingis. Þar væri til dæmis talað um að efnahagslögsaga Íslands yrði skilgreind sem sérstakt stjórnunarsvæði í sjávarútvegsmálum. Þetta væru vafalaust róttækar hugmyndir að margra mati og þess vegna yrðu Íslendingar að „setja afl“ í að útskýra sín sjónarmið og að því hefði verið unnið gagnvart aðildarríkjum ESB, þjóðþingum þeirra og Evrópuþingmönnum og auk þess innan framkvæmdarstjórnarinnar.

Jón Baldur L‘Orange spurði Stefán Hauk Jóhannesson hvort hann og nefnd hans mundu gera samning sem yrði í andstöðu við viðmiðin frá meirihluta utanríkismálanefndar og síðan segja að lengra yrði ekki náð. Stefán Haukur svaraði:

„Við erum að vinna eftir umboði alþingis og það leggur línurnar. Ef að það liggur fyrir einhvern tímann í ferlinu í einhverjum efnisatriðum að við erum að víkja frá því sem að umboð alþingis segir til um þá þurfum við auðvitað að skoða það og eiga samráð um það. Það er ekki ég einn sem mun ákveða neitt um það. Það er utanríkisráðherra sem ber hina stjórnskipulegu ábyrgð og hann þarf auðvitað að gæta þess að eiga náið samráð við alþingi og að ríkisstjórnin fylgi honum að málum. Þannig að ég vil fara varlega í að ræða svona ef og þegar. En þetta eru auðvitað mál sem við þurfum að ræða ef og þegar þau koma upp og gera dyggilega grein fyrir. Og þá þurfa menn að taka ákvörðun þegar og ef við komum að slíkum kafla í viðræðunum [...]

Það eru margir sem koma að þessu vissulega. Það er einmitt það sem lagt var upp með og felst í áliti utanríkismálanefndar að tryggja afkomu hagsmunaaðila og hlutdeild þeirra í þessari vinnu. Eins og ég var að lýsa áðan þá er það utanríkisráðherra sem ber hina stjórnskipulegu ábyrgð í málinu, en hann þarf auðvitað að gæta þess að verða ekki viðskilja við vilja þingsins; að það sé ekki til meirihluti til staðar. Hann ber ábyrgð á því í hverju skrefi sem er tekið að það sé meirihluti ef við erum að víkja frá álitinu eða ef við erum komin á þann stað í viðræðunum að við komust ekki, náum ekki niðurstöðu sem er í samræmi við álit utanríkismálanefndar. Þá auðvitað þarf að taka málið upp við utanríkismálanefnd og í ríkisstjórn.“

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS