Lækkun sænsku krónunnar og sú staðreynd að sænsk stjórnvöld hafa staðið gegn því að tengja hana evrunni er lykillinn að góðri samkeppnisstöðu sænskra verslana gagnvart norskum og dönskum kaupmönnum. Það er rangt að láta eins og aðild Svía að ESB skipti sköpum í þessu efni. Þetta er kjarninn í gagnrýni Gunnars Rögnvaldssonar á frétt RÚV á páskadag um landamæraverslun Norðmanna þar sem gefið var til kynna að þeir höfnuðu aðild að ESB með höndunum en greiddu henni atkvæði með fótunum þegar þeir færu til Svíþjóðar að versla.
Hinn 25. janúar 2012 birti danska blaðið Börsen frétt um að danskir neytendur yrðu að greiða tvöfalt hærra verð fyrir matakröfuna en neytendur í Svíþjóð. Þetta hefði komið fram við úttekt sem blaðið 24timer hefði gert.
Gunnar Rögnvaldsson sem stundaði fyrirtækjarekstur í Danmörku og þar með innan ESB frá 1989 til 2010 vekur athygli á þessar frétt á vefsíðu sinni sunnudaginn 8. apríl í tilefni af því að sama sunnudag birti RÚV pistil frá fréttaritara sínum í Noregi þar sem tvisvar sinnum var áréttað: „Munur á verði matvöru í Noregi og Svíþjóð hefur aukist stöðugt frá því Svíar gengu í Evrópusambandið. Nú telja Norðmenn sig fá mat á hálfvirði handan landamæranna.“
Danir og Svíar eru í Evrópusambandinu. Danir hafa tengt krónu sína við evru en Svíar hafa eigin frjálsa mynt og neita að gerast aðilar að gengissamstarfi ESB, það er ERM II. Gunnar Rögnvaldsson bendir á að svigrúmið sem Sviar hafa skapað sér með því að halda í eigin mynt valdi því að sænska krónan vinni „dag og nótt fyrir sænska hagkerfið, eins og sú íslenska geri fyrir hagkerfi Íslendinga“.
Þrátt fyrir þrýsting frá Seðlabanka Evrópu heldur sænska stjórnin fast í eigin krónu. Hún hefur
fallið frá ársbyrjun 2007, kaupmáttur Norðmanna hefur styrkst á sama tíma. Við þetta hefur landamæraverslun Norðmanna hafa haft þau áhrif að landamæraverslun Norðmanna aukist um 2 prósent á milli síðustu tveggja ára. Þrátt fyrir hækkandi eldsneytisverð og vegatolla, eins og Gunnar Rögnvaldsson segir.
Hann bendir á að í matvælalandinu Danmörku sem áður framleiddi daglega matvæli fyrir 15 milljón manna sé matvælaverð nú hið hæsta í Evrópusambandinu, samkvæmt síðustu verðvísitölu hagstofu Evrópusambandsins.
Gunnar birtir þennan tölfræðilega samanburð á matarverði ólíkra landa:
113 á Íslandi fyrir mat (frjálst land: atvinnuleysi 6,9% í kjölfar bankahruns)
116 í Svíþjóð fyrir sama mat (ESB-land: atvinnuleysi 7,5%)
113 í Finnlandi fyrir sama mat (evru-land: atvinnuleysi 7,4%)
136 í Danmörku fyrir sama mat og (ERM og ESB-land: atvinnuleysi 7,9%)
165 í Noregi fyrir sama mat (ríkasta land Evrópu: atvinnuleysi 3,1%)
Gunnar segir, að af Norðurlöndunum fimm séu matvæli og endanleg neysluútgjöld heimilis fyrir gesti frá útlöndum ódýrust á Íslandi. Atvinnuleysi sé hér óbærilegt en samt lægst, að olíulandinu Noregi undanskildu. Staðan sé þessi þrátt fyrir einstætt bankahrun og hryllings ríkisstjórn. Hann spyr: Hvernig skyldi ESB líta út þegar evran hrynur ofan á það eins og í Grikklandi? Niðurstaða hans er þessi:
+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingishúsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.