Miðvikudagurinn 24. febrúar 2021

Er ESB að flytja eyðandi ofveiði sína að ströndum Vestur-Afríku?


10. apríl 2012 klukkan 14:38

Fiskveiðilögsaga Máritaníu er þéttsetin. Tuttugu og fimm mílur á hafi úti og í mikilli hættu vegna ölduróts eru litlir opnir bátar með nokkrumum mönnum um borð að tína upp fáeina fiska. Hér eru einnig innan 50 mílna frá okkur að minnsta kosti 20 stærstu fiksveiðiskip ESB auk kínverskra, rússneskra og íslenskra togara, segir John Vidal, blaðamaður The Guardian í London um borð í skipinu Arctic Sunrise 2. apríl 2012.

Arctic Sunrise, skip Greenpeace.

Grein blaðamannsins sem snýst um þá spurningu hvort ESB sé að færa ofveiði sína til stranda Vestur-Afríku birtist um páskahelgina en þar kemur fram að ferð hans til Senegal hafi verið kostuð af Greenpeace. Tekur ritstjórn blaðsins fram að samtökin ráði þó engu um efni greinarinnar.

Arctic Sunrise er 40 ára gamall fyrrverandi ísbrjótur í eigu Greenpeace. Á miðunum undan strönd Máritaníu elti hann einn stærsta verksmiðjutogara Breta, Cornelis Vrolijk, 4,957 lestir. Skipið er í eigu North

Atlantic Fishing Company (NAFC) í Caterham í Surrey á Englandi. Það er í hópi 34 stórra frystitogara sem stunda reglulega veiðar undan strönd Vestur-Afríku undir merkjum Pelagic Freezer Association (PFA), samtaka þeirra sem stunda uppsjávarveiðar til frystingar, níu evrópsk útgerðarfyrirtæki eiga aðild að samtökunum. Breska skipið stefnir að því að veiða 3.000 lestir á fjórum til sex vikum áður en það landar aflanum, hugsanlega í Las Palmas á Kanaríeyjum.

Blaðamaðurinn segir að ein gjöfulustu fiskimið heims séu undan strönd Vestur-Afríku. Þeirra sé varla gætt og liggi því vel við þeim sem hirða ekki um lög og reglur. FAO, matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna, segi að ofveiði sé stunduð á þessum miðum og gengið sé á hlut 1,5 milljón sjómanna sem sæki út frá heimalöndum sínum en geti ekki att kappi við erlenda stór-keppinauta.

Bent er á að ríkulega ríkisstyrkt skip frá ESB-ríkjum veiði árlega 235.000 lestir af uppsjávarfiski frá Máritaníu til Marokkó og tugi þúsunda tonna af annars konar fiski undan ströndum Sierra Leone, Ghana og Gíneu Bissau auk annarra landa. Annarra þjóða skip stundi einnig veiðar á þessum slóðum, ekki sé vitað um aflamagn þeirra né heldur tvíhliða samninga um veiðarnar því að með þá sé farið sem trúnaðarmál eða ríkisleyndarmál.

Um þessar mundir veiða ESB-skip um 25% árlegs heildarafla síns í lögsögu þróunarlanda. Í The Guardian er haft eftir Willie MacKenzie frá Greenpeace:

„Innan ESB hafa menn gengið of nærri eigin fiskstofnum og nú er þessi vandi fluttur til Afríku. Skattfé ESB-borgara er notað til að greiða með rekstri öflugra skipa til að þau geti sótt inn á fiskimið fátækustu þjóða heims og grafið undan lífskjörum þess fólks sem á líf sitt undir eigin fiskveiðum. ESB hefur greitt Máritaníu 477 milljón evrur á síðustu 10 árum svo að skip eins og Cornelis Vrolijk geti sótt inn á þessu mið.“

Talsmaður PFA segir að um 50 erlendir frystitogarar séu að jafnaði á veiðum í lögsögu Máritaníu, 30 þeirra komi frá Rússlandi, Kína, Kóreu eða Belize. Heimamenn segja að afli sinn sé nú 75% minni en hann var fyrir 10 árum. Nú séu ríkisstjórnar orðnar háðar fé fyrir veiðileyfi en störfum heimanna fækki og segja sumir að Senegal sem er mjög háð fiskveiðum geti breyst í Sómalíu ef ekki verði tekið fyrir ofveiði útlendinga. Undan strönd Sómalíu eru sjófarendur í hættu vegna sjóræningja og er haldið úti herafla undir merkjum NATO til að stemma stigu við árásum þeirra. Minnt er á að Senegal sé mun nær Evrópu en Sómalía.

Sameinuðu þjóðirnar telja að ríkin fyrir sunnan Sahara tapi um einum milljarði dollara á ári vegna ólöglegra veiða, það er 25% af heildar fiskútflutningi Afríku.

PFA telur mjög óskynsamlegt að banna ESB-skipum að sækja á Afríkumið, af því mundi leiða að aðrir hæfu þar veiðar án þess að virða lög og reglur eða fyrirmæli um aflahámark. Þetta yrði bæði til tjóns fyrir Evrópu og Afríku. Minna yrði um fjárfestingar í mannvirkjum í Afríkulöndum eða þjálfun fólks, rannsóknir myndu minnka og eftirlit með fiskstofnum. Mikilvægur þáttur í útgerð Evrópumanna hyrfi og Kínverjar fylltu skarðið. Allur afli sem skip undir merkjum PFA veiði sé ætlaður íbúum Vestur-Afríku, fiskur frá PFA sé oft eina uppspretta prótíns fyrir fólk í löndum eins og Nígeríu.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk við kröfuhafa á svig við neyðarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS