Miđvikudagurinn 24. febrúar 2021

Er ESB ađ flytja eyđandi ofveiđi sína ađ ströndum Vestur-Afríku?


10. apríl 2012 klukkan 14:38

Fiskveiđilögsaga Máritaníu er ţéttsetin. Tuttugu og fimm mílur á hafi úti og í mikilli hćttu vegna ölduróts eru litlir opnir bátar međ nokkrumum mönnum um borđ ađ tína upp fáeina fiska. Hér eru einnig innan 50 mílna frá okkur ađ minnsta kosti 20 stćrstu fiksveiđiskip ESB auk kínverskra, rússneskra og íslenskra togara, segir John Vidal, blađamađur The Guardian í London um borđ í skipinu Arctic Sunrise 2. apríl 2012.

Arctic Sunrise, skip Greenpeace.

Grein blađamannsins sem snýst um ţá spurningu hvort ESB sé ađ fćra ofveiđi sína til stranda Vestur-Afríku birtist um páskahelgina en ţar kemur fram ađ ferđ hans til Senegal hafi veriđ kostuđ af Greenpeace. Tekur ritstjórn blađsins fram ađ samtökin ráđi ţó engu um efni greinarinnar.

Arctic Sunrise er 40 ára gamall fyrrverandi ísbrjótur í eigu Greenpeace. Á miđunum undan strönd Máritaníu elti hann einn stćrsta verksmiđjutogara Breta, Cornelis Vrolijk, 4,957 lestir. Skipiđ er í eigu North

Atlantic Fishing Company (NAFC) í Caterham í Surrey á Englandi. Ţađ er í hópi 34 stórra frystitogara sem stunda reglulega veiđar undan strönd Vestur-Afríku undir merkjum Pelagic Freezer Association (PFA), samtaka ţeirra sem stunda uppsjávarveiđar til frystingar, níu evrópsk útgerđarfyrirtćki eiga ađild ađ samtökunum. Breska skipiđ stefnir ađ ţví ađ veiđa 3.000 lestir á fjórum til sex vikum áđur en ţađ landar aflanum, hugsanlega í Las Palmas á Kanaríeyjum.

Blađamađurinn segir ađ ein gjöfulustu fiskimiđ heims séu undan strönd Vestur-Afríku. Ţeirra sé varla gćtt og liggi ţví vel viđ ţeim sem hirđa ekki um lög og reglur. FAO, matvćlastofnun Sameinuđu ţjóđanna, segi ađ ofveiđi sé stunduđ á ţessum miđum og gengiđ sé á hlut 1,5 milljón sjómanna sem sćki út frá heimalöndum sínum en geti ekki att kappi viđ erlenda stór-keppinauta.

Bent er á ađ ríkulega ríkisstyrkt skip frá ESB-ríkjum veiđi árlega 235.000 lestir af uppsjávarfiski frá Máritaníu til Marokkó og tugi ţúsunda tonna af annars konar fiski undan ströndum Sierra Leone, Ghana og Gíneu Bissau auk annarra landa. Annarra ţjóđa skip stundi einnig veiđar á ţessum slóđum, ekki sé vitađ um aflamagn ţeirra né heldur tvíhliđa samninga um veiđarnar ţví ađ međ ţá sé fariđ sem trúnađarmál eđa ríkisleyndarmál.

Um ţessar mundir veiđa ESB-skip um 25% árlegs heildarafla síns í lögsögu ţróunarlanda. Í The Guardian er haft eftir Willie MacKenzie frá Greenpeace:

„Innan ESB hafa menn gengiđ of nćrri eigin fiskstofnum og nú er ţessi vandi fluttur til Afríku. Skattfé ESB-borgara er notađ til ađ greiđa međ rekstri öflugra skipa til ađ ţau geti sótt inn á fiskimiđ fátćkustu ţjóđa heims og grafiđ undan lífskjörum ţess fólks sem á líf sitt undir eigin fiskveiđum. ESB hefur greitt Máritaníu 477 milljón evrur á síđustu 10 árum svo ađ skip eins og Cornelis Vrolijk geti sótt inn á ţessu miđ.“

Talsmađur PFA segir ađ um 50 erlendir frystitogarar séu ađ jafnađi á veiđum í lögsögu Máritaníu, 30 ţeirra komi frá Rússlandi, Kína, Kóreu eđa Belize. Heimamenn segja ađ afli sinn sé nú 75% minni en hann var fyrir 10 árum. Nú séu ríkisstjórnar orđnar háđar fé fyrir veiđileyfi en störfum heimanna fćkki og segja sumir ađ Senegal sem er mjög háđ fiskveiđum geti breyst í Sómalíu ef ekki verđi tekiđ fyrir ofveiđi útlendinga. Undan strönd Sómalíu eru sjófarendur í hćttu vegna sjórćningja og er haldiđ úti herafla undir merkjum NATO til ađ stemma stigu viđ árásum ţeirra. Minnt er á ađ Senegal sé mun nćr Evrópu en Sómalía.

Sameinuđu ţjóđirnar telja ađ ríkin fyrir sunnan Sahara tapi um einum milljarđi dollara á ári vegna ólöglegra veiđa, ţađ er 25% af heildar fiskútflutningi Afríku.

PFA telur mjög óskynsamlegt ađ banna ESB-skipum ađ sćkja á Afríkumiđ, af ţví mundi leiđa ađ ađrir hćfu ţar veiđar án ţess ađ virđa lög og reglur eđa fyrirmćli um aflahámark. Ţetta yrđi bćđi til tjóns fyrir Evrópu og Afríku. Minna yrđi um fjárfestingar í mannvirkjum í Afríkulöndum eđa ţjálfun fólks, rannsóknir myndu minnka og eftirlit međ fiskstofnum. Mikilvćgur ţáttur í útgerđ Evrópumanna hyrfi og Kínverjar fylltu skarđiđ. Allur afli sem skip undir merkjum PFA veiđi sé ćtlađur íbúum Vestur-Afríku, fiskur frá PFA sé oft eina uppspretta prótíns fyrir fólk í löndum eins og Nígeríu.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk viđ kröfuhafa á svig viđ neyđarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Ţorsteinsson afhenti í Alţingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áđur hafđi Víglundur skrifađ Einari K. Guđfinnssyni forseta Alţingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alţingis, Hr. formađur Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesiđ
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óţarfi ađ rćđa frekar viđ ESB vegna afstöđu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvćr Evrópu­skýrslur styđja sjónarmiđ LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvćmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir ađ í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfrćđi­stofnun HÍ og Alţjóđa­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styđji ţá afstöđu LÍÚ ađ Ísland eigi ađ standa utan ESB. Ţá segir hann óţarfa ađ ganga lengra í viđrćđum viđ ES...

Norđurslóđir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til ađ hlýnun jarđar og sú bráđnun hafíss, sem af henni leiđir geti losađ um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi veriđ hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiđum á Norđurslóđum. Ţetta segja rannsakendur ađ geti gerzt á einum áratug. Međal ţess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er ađ slíkir öskuhaugar séu ađ myndast á Barentshafi.

Ţýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega ţjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harđri gagnrýni fyrir ummćli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­ţingsins ţess efnis ađ Evrópu­sambandiđ vćri ekki „socialunion“ eđa bandalag um félagslega ţjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til ađ Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gćrkvöldi benda til ađ Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­ţingsins sem hófust í gćrmorgun og ađ ţingmönnumhans á Evrópu­ţinginu fćkki um tvo en ţeir hafa veriđ fimm. Ţetta gengur ţvert á spár um uppgang flokka lengst til hćgri í ţeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS