Seðlabanki Evrópu hefur upplýst, að spænskir bankar tvöfölduðu lántökur sínar hjá Seðlabanka Evrópu í marz frá febrúar og tóku þar 316,3 milljarða evra að láni. Þessi mikla aukning á lántöku þeirra hjá SE hefur sannfært miðlara um að spænsku bankarnir hafi ekki lengur aðgang að alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Afleiðingin er sú, að þeir seldu spænsk hlutabréf í stórum stíl í gær, sem aftur leiddi til verðlækkunar á öðrum hlutabréfum. Markaðir um alla Evrópu féllu í gær, París lækkaði um 2,5%, Frankfurt um 2,4% og London um 1%.
Ávöxtunarkrafan á 10 ára spænsk skuldabréf fór yfir 6% að sögn Daily Telegraph í morgun, sem eru talin mörk þess, sem ríki geti staðið undir í kostnaði við fjármögnun og skuldatryggingaálag á Spán fór upp í 500 punkta, sem þýðir að það kostar 500 þúsund pund að tryggja 10 milljón punda spænsk ríkisskuldabréf. Til samanburðar kostar 70 þúsund pund að tryggja sambærilegt þýzkt ríkiskuldabréf.
Wall Street Jorunal segir að nú sé komið í ljós að um 28% af þeirri trilljón evra, sem Seðlabanki Evrópu lánaði út í desember og janúar til banka í evruríkjum til þriggja ára á 1% vöxtum hafi farið til spænskra banka. Þeir hafi notað peningana annars vegar til að endurfjármagna sig og hins vegar til að kaupa 40,6 milljarða evra í spænskum ríkisskuldabréfum, em sé helmingur af fjármögnunarþörf spænska ríkisins á þessu ári. Maria Fekter, fjármálaráðherra Austurríkis hefur notað það sem röksemd fyrir því að staða Spánar sé ekki jafn slæm og af er látið, að spænska ríkið hafi þegar tryggt sér helming af því lánsfé, sem það þurfi á þessu ári.
Spænska dagblaðið El País segir í morgun að IBEX35 hlutabréfavísitalan hafi lækkað um 15,3% á þessu ári.
+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingishúsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.