Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra telur að meðalganga framkvæmdastjórnar ESB í Icesave-málinu gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum sé ekki líkleg til að auka vinsældir Evrópusambandsins hér á landi. Þessi ummæli sem féllu í Silfri Egils sunnudaginn 15. apríl eru samhljóða því sem Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði í Stöð 2 að kvöldi föstudags 13. apríl að væntanlega fækkaði í „fáliðuðu vinabandalagi“ ESB hér á landi vegna framgöngunnar í Icesave-málinu.
Össur ítrekaði fyrri röksemdir sínar gegn því að menn létu þetta bitna harkalega á ESB, meðalganga framkvæmdastjórnarinnar styrkti „málflutningsstöðu okkar í Icesave-málinu“ og gæfi kost á því að verjandi Íslands skilaði skriflegum vörnum gegn viðhorfum ESB áður en munnlegi málflutningurinn hæfist. Vegna mikilvægis skriflega þáttar málsins hefði verið tekin ákvörðun um að mótmæla ekki meðalgöngu ESB.
Um þá gagnrýni að hann hafi dregið að hafa samráð við utanríkismálanefnd alþingis vegna málsins sagði Össur að á sömu klukkustund og hann hefði fengið greinargerð lögfræðiteymis Íslands í hendur og lokið við lestur hennar hefði hann sent hana til ríkisstjórnarinnar og haft samband við formann utanríkismálanefndar. Fundur var haldinn í utanríkismálanefnd alþingis að kvöldi fimmtudags 12. apríl, daginn áður en senda átti greinargerð lögfræðinganna til EFTA-dómstólsins í Lúxemborg. Sama dag og það var gert, föstudaginn 13. apríl, var Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ekki viss um hvort nauðsynlegt væri að svara þann sama dag.
Hinn 12. apríl voru tvær vikur liðnar frá því að Össur hafði tök á að gera mönnum grein fyrir að bréf hefði komið í utanríkisráðuneytið um áform ESB og ósk EFTA-dómstólsins um viðbrögð við því bréfi. „Ég get svo tekið á mig að ég hefði kannski átt að gera mönnum viðvart 29. mars þegar þetta kom á netið eða tveimur dögum fyrr þegar ráðuneytið fékk bréf um þetta,“ sagði Össur í Silfri Egils, menn hefðu þó vel mátt vita að Evrópusambandið færi fram á aðkomu að málinu vegna mikilvægis þess.
Jón Bjarnason, þingmaður VG, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði í hádegisfréttum RÚV sunnudaginn 15. apríl að aðildarviðræður við ESB væru komnar að leiðarlokum. Flokksfólki VG um allt land væri nóg boðið. Aðild ESB að Icesave málssókninni hefði verið kornið sem fyllti mælinn. Hann sagði á ruv.is:
„Mér finnst alveg einboðið að Alþingi fari yfir það nú og kanni vilja til þess að það sé afturkallað. Ég geri ráð fyrir að þessi mál verði skoðuð og hvort ég legg fram tillögu eða aðrir, það er meirihluti Alþingis sem hefur ráðið þessari vegför frá byrjun og ég treysti því að meirihluti Alþingis sjái að það sé komið að endapunkti þarna.“
Flokksforysta VG hljóti að þurfa að líta til fylgishruns flokksins og óánægju innan þingflokksins og grasrótarinnar.
„Við heyrum yfirlýsingar formanna félaga vítt um land, sem segja að mælirinn sé í raun fullur. Og við sjáum líka hvernig fylgistölur í skoðanakönnunum eru bein skilaboð um að þetta mál, sem hefur klofið flokkinn og þjóðina, það eigi nú að ljúka því,“ sagði Jón Bjarnason.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.