Norska póstþjónustan, Posten, var miðvikudaginn 18. apríl dæmd til að greiða 11.112 milljónir evra (1850 m. ISK) í sekt eftir að EFTA-dómstóllinn hafði komist að þeirri niðurstöðu að Posten hafði misnotað ráðandi markaðsstöðu sína.
EFTA-dómstóllinn tók undir þá niðurstöðu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) að Posten hefði fylgst einokunarstefnu sem miðaði að því að halda keppinautum sínum frá arðsömum markaði vegna sendinga á bögglum frá fyrirtækjum til einstaklinga.
Dómstóllinn benti á að Posten hefði haldið um 98% markaðshluteild í sendingum frá verlsunum til viðskipatvina sinna. Einokunaraðgerðirnar mætti rekja til rammasamninga sem Posten hefði gert árið 2001 við NorgesGruppen, Shell, Coop og Ica um að bögglar frá verslunum yrði sendir með Posten. Í samningum við NorgesGruppen og Shell er sérstaklega tekið fram að keppinautum Postens sé bannaður aðgangur að öllum sölustöðum á vegum þessara fyrirtækja.
Í niðurstöðum dómsins er jafnframt bent á að keppinautur Postens, DB Schenker/Privpak frá Þýslandi, hafi höfðað skaðabótamál gegn Posten fyrir héraðsdómstól í Ósló.
+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingishúsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.