Föstudagurinn 15. janúar 2021

Evran og ESB verða átakamál í komandi kosningum í Hollandi - skortur á aðhaldi í ríkisfjármálum stjórninni að falli


23. apríl 2012 klukkan 12:10

Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, gengur á fund Beatrix Hollandsdrottningar í dag og biðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt þar sem sér hafi mistekist að tryggja nægan þingmeirihluta til að verða við kröfum Evrópusambandsins um að skera niður ríkisútgjöld og tryggja að halli á ríkissjóði verði innan við 3% af vergri landsframleiðslu.

Tveir flokkar hafa staðið að hollensku ríkisstjórninni, Frjálslyndi flokkurinn (VVD) undir forystu forsætisráðherrans og Kristilegir demókratar (CDA). Flokkarnir tveir hafa ekki meirihluta á þingi og hafa því notið stuðnings frá Frelsisflokki sem einnig er kenndur við stofnanda sinni Geert Wilders. Hann leggst eindregið gegn því að orðið verði við kröfu ESB og neitar að styðja frekari niðurskurð ríkisútgjalda.

Stjórnarflokkarnir hófu trúnaðarviðræður sín á milli með Frelsisflokknum hinn 5. mars um leiðir til sparnaðar í rekstri hollenska ríkisins. Nýlega var lögð fram opinber spá um að hallinn á ríkissjóði Hollands árið 2013 yrði 4,7% ef ekkert yrði að gert.

Geert Wilders segist ekki geta stutt ríkisstjórnina við aðför hennar að hag almennings, hann vilji ekki láta fólki blæða „undan hrammi skriffinna í Brussel“.

Hollenska þingið verður nú rofið og boðað til kosninga. Wilders segir að þær muni snúast um ESB og evruna. Haldi Wilders styrk sínum eða auki fylgi sitt er talið að hollenska þinginu reynist erfitt að samþykkja aðild Hollendinga að ríkisfjármálasamningi ESB eða framlag þeirra til björgunarsjóðs evrunnar.

Hollensk stjórnvöld hafa skipað sér í raðir þeirra á evru-svæðinu sem mest hafa gagnrýnt losaralega fjármálastjórn ríkja í Suður-Evrópu. Fall stjórnarinnar nú vegna skorts á aðhaldi í ríkisfjármálum sýnir á hinn bóginn að í þeim efnum veit enginn ævi sína fyrr en öll er. Holland er eitt fárra evru-ríkja sem enn nýtur AAA einkunnar hjá matsfyrirtækjum. Vandræðin nú kunna að stefna einkuninni í hættu.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS