José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði á fundi í Kaupmannahöfn mánudaginn 23. apríl að makríldeilan auðveldaði ekki aðildarviðræður ESB við Ísland og fjallað væri um refisaðgerðir. Makríldeila Íslands og ESB verður til umræðu á fundi sjávarútvegsnefndar ESB-þingsins þriðjudaginn 24. apríl og síðan á fundi sjávarútvegsráðherra ESB-ríkjanna dagana 26. og 27. apríl. ESB-þingmennirnir og ESB-ráðherrarnir munu væntanlega greiða atkvæði um aðgerðirnar og veita framkvæmdastjónr ESB umboð til að grípa til þeirra.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði í samtali við RÚV mánudaginn 23. apríl að þingmenn ESB sýndu „tóman vitleysisgang“ með því að blanda saman ESB-aðildarviðræðunum og makríldeilunni. Hann sagði:
„Þetta er náttúrulega tómur vitleysisgangur í þessum þingmönnum. Það sem þeir eru að leggja til er í bága við allar alþjóðlegar skuldbindingar sem að Evrópusambandið hefur axlað. Við erum til dæmis með Evrópusambandinu aðilar að EES. Og þar er fræg bókun sem mikið var slegist fyrir á sínum tíma, bókun níu. Og hún segir það algjörlega skýrt, að nákvæmlega þetta, sem að þingmennirnir eru að leggja til, að það er brot á þeirri bókun, brot á því samkomulagi. Þannig að ég geri ekki ráð fyrir að þetta verði nokkru sinni samþykkt. […]
Þetta eru þingmenn sem eru í sjávarútvegsnefndinni. Þeir koma flestir, eða forvígismenn þessa, eru annars vegar þingmenn sem koma úr mjög makrílríkum og -tengdum héruðum í Skotlandi, og hins vegar í Írlandi, Donegal og þar. Og þeir eru að þessu, tel ég, fyrst og fremst til að spila á sinn heimamarkað og til þess að kitla sína kjósendur.“
Pat the Cope Gallhager, ESB-þingmaður frá Írlandi, formaður ESB-hluta sameiginlegrar þingnefndar ESB og Íslands, er einn helsti hvatamaður tillögunnar í sjávarútvegsnefnd ESB-þingsins um refsiaðgerðir gegn Íslendingum og Færeyingum vegna makrílveiðanna. Hann segist hafa gert grein fyrir tillögum um refsiaðgerðirnar á fundi hér í Reykjavík 3. apríl sl. Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, sat fundinn og taldi einsýnt að slíta bæri ESB-aðildarviðræðunum yrðu refsiaðgerðir samþykktar.
Árni Þór Sigurðsson (VG), formaður utanríkismálanefndar alþingis er formaður sameiginlegu nefndarinnar með Pat the Cope. Árni Þór hreyfði engum andmælum á fundinum 3. apríl og ekki heldur Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem sat hluta fundarins og fór síðan með Pat the Cope um borð í íslenskt rannsóknarskip að sögn írska þingmannsins.
Árni Þór sat mánudaginn 23. apríl fund í Kaupmannahöfn ásamt formönnum Evrópunefnda í ESB-þjóðþingum, eftir að José Manuel Barroso hafði ávarpað fundinn spurði Árni Þór forseta framkvæmdastjórnar ESB „hvort ótengd deila ætti að hafa áhrif á aðildarviðræður Íslands og ESB, og hvort framkvæmdastjórnin væri í fullri alvöru að íhuga að beita Íslendinga viðskiptaþvingunum eins og Evrópuþingmenn, meðal annars frá Skotlandi“ hefðu krafist, eins og segir á ruv.is, þar segir einnig:
„Barroso sagði að heildar makrílafli Íslendinga í ár væri of mikill og ekki í samræmi við afla annarra þjóða.
Þetta ylli vonbrigðum, því að þó engin bein tengsl væru milli deilunnar og aðildarviðræðnanna hjálpaði ástandið ekki og staðan væri vond. Reynt væri að leysa deiluna og tillögur væru tilbúnar um reglur sem leyfðu refsiaðgerðir til að sannfæra viðsemjendur um að hegða sér með uppbyggilegum hætti.“
Tillögurnar að refsiaðgerðum sem Barroso nefnir koma frá framkvæmdastjórn ESB og eru þær til meðferðar í sjávarútvegsnefnd ESB-þingsins og ráðherraráði ESB. Árni Þór Sigurðsson sagði í RÚV að nokkurn tíma tæki fyrir ESB að ganga frá undirbúning refsiaðgerða á eigin vettvangi.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.