ESB-ríkin hafa gert með sér „sjálfsmorðssamning“ segir prófessor við LSE
José Manuel Garcia-Margallo, utanríkisráðherra Spánar, líkti Evrópusambandinu við Titanic í samtali við spænska ríkisútvarpið í gær og sagði að farþegunum yrði því aðeins bjargað ef þeir tækju höndum saman. Ef skipið sökkvi muni jafnvel farþegar á fyrsta farrými drukkna og segir Financial Times, að með vísun til fyrsta farrýmis eigi ráðherrann við Þjóðverja. Ráðherrann sagði Spán í sömu stöðu og alvarlega veikur sjúklingur, sem væri að fara í áhættusama skurðaðgerð. FT tekur fram að utanríkisráðherrann sé þekktur fyrir að taka sterkt til orða.
Garcia-Margallo sagði að fjárfestar yrðu að skilja að hinar harkalegu aðgerðir sem Lýðflokkurinn (PP) hefði gripið til hefðu þau áhrif að sjúklingurinn virtist í fyrstu mjög veikburða en þær væru nauðsynlegar til að tryggja langtíma árangur. Ráðherrann sagði að nýjar tölur, sem birtar voru í gær um atvinnuleysi væru „hræðilegar“ fyrir alla og „hræðilegar“ fyrir ríkisstjórnina. „Spánn er að fara í gegnum krísu, sem er af gríðarlegri stærðargráðu“, sagði Garcia-Margallo.
FT segir marga sérfræðinga telja, að Spánn þurfi á einhvers konar neyðarláni að halda alla vega fyrir hina veikari banka og jafnvel fyrir spænska ríkið sjálft.
Luis Garicano, prófessor í hagfræði við London School of Economics segir tímabært að falla frá því sem hann kallar „sjálfsmorðssamning“ Evrópuríkja.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.