Mánudagurinn 25. janúar 2021

Össur: Makríll og Icesave ráða afstöðu til ESB - Evrópu­samtökin segja andstöðu við aðild minnka


28. apríl 2012 klukkan 13:30
Össur Skarphéðinsson og Stefan Füle

Niðurstöður í skoðanakönnun sem birtar voru föstudaginn 27. apríl sýna tæpa 54% andstöðu við ESB-aðild. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir makríldeilu Íslands við Evrópusambandið og meðalgöngu ESB í Icesave-málinu skýra andstöðuna. Katrín Jakobsdóttir, varaformaður vinstri-grænna (VG), telur nýju könnunina staðfesta þá skoðun að Íslendingar muni hafna aðild komi til þjóðaratkvæðagreiðslu um hana eins og ríkisstjórnin vill. Evrópusamtökin segja að ESB-andstaðan sé minni nú en samkvæmt könnun á vegum Capacent í febrúar 2012.

Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, stóð að könnuninni á netinu 15. mars til 16. apríl meðal tæplega 1.900 manna. Svarhlutfall var um 67% en 27,5% eru hlynnt aðild, 53,8% á móti og tæp 19% taka ekki afstöðu.

Á ruv.is mátti laugardaginn 28. apríl lesa:

„Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir ákveðin mál skýra aukna andstöðu landsmanna til inngöngu í ESB. Hann telji að þetta séu fyrst og fremst mjög sterkt viðbrögð við þeim hótunum sem borist hafi frá Evrópuþinginu síðustu vikur um viðskiptaþvinganir vegna makríls. Hann kveðst telja að á þessu augnabliki þá muni skoðanakannanir ekki segja neitt til um hver niðurstaðan verði.

Össur telur meðalgöngu Evrópusambandsins í Icesave málinu sömuleiðis hafa reitt Íslendinga til reiði.“

Athyglisvert er að utanríkisráðherra telji makríldeiluna og afstöðu ESB-þingsins hafa úrslitaáhrif í þessari könnun. Sjávarútvegsnefnd þingsins ákvað ekki fyrr enn um það bil viku eftir að könnuninni lauk að styðja tillögu framkvæmdastjórnar ESB um refsireglur til að þvinga Færeyinga og Íslendinga til samkomulags um makríl. Utanríkisráðherra hefur margáréttað að engin tengsl séu á milli Icesave-deilunnar og aðildarviðræðnanna og sagt hið sama í tilefni af makríldeilunni. Túlka má mat hans á könnuninni á þann veg að almenningur taki ekki mark á þeim skýringum hans.

Á ruv.is segir einnig 28. apríl:

Katrín Jakobsdóttir

„Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Vinstri grænna, segir aukna andstöðu landsmanna við inngöngu í Evrópusambandið ekki koma á óvart. Hún telji að makríldeilan hafi sitt að segja og afstaða Evrópuþingmanna sem hafi tengt þetta saman. Svo telji hún að fólk bara skoði málið og sjái að hlutirnir hér heima séu kannski ekki eins slæmir og þegar þeir skoði þá í alþjóðlegu samhengi og skoði stöðuna í ESB, þannig að hún telji þarna margt koma saman. Hún telji að þetta sýni að Íslendingar muni líklega hafna inngöngu í Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu.“

Evrópusamtökin mótmæla þeirri skoðun Katrínar Jakobsdóttur að andstaða við ESB sé að aukast á vefsíðu sinni laugardaginn 28. apríl. Þar segir undir fyrirsögninni: Andstæðingum aðildar fækkar í nýrr könnun:

„Félagsvísindastofnun birti í vikunni niðurstöður könnunar, sem segir að 53,8% þeirra sem svöruðu, séu á móti aðild að ESB og 27,5% vildu ganga í ESB. Óákveðnir eru tæp 19% og hefur einnig fjölgað miðað við kannanir Capacent.

Sé könnun Capacent frá því í febrúar um sömu spurningu (aðild) skoðuð kemur í ljós að andstæðingum aðildar hefur fækkað um 2,4% en þeim sem vilja aðild hefur heldur fjölgað.

Og miðað við aðra könnum Capacent (sama spurning) frá því í ágúst 2011, hefur þeim sem hafna aðild fækkað um heil 10,7%.

Þetta án þess að aðildarsamningur liggi fyrir. Þá mun málið endanlega skýrast og þá fær þjóðin að kjósa um samninginn.“

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS