Sunnudagurinn 24. janúar 2021

ESB: Innanríkis­ráðherrar samþykkja gagnagrunn um flugfarþega í baráttu gegn hryðjuverkum


28. apríl 2012 klukkan 15:19

Innanríkis- og dómsmálaráðherrar ESB –ríkjanna hafa samþykkt meginatriði í tillögum framkvæmdastjórnar ESB um að safnað verði upplýsingum um ferðir flugfarþega í því skyni að nota þær í baráttu gegn hryðjuverkum. Tilkynning um þessa ákvörðun var birt eftir fund þeirra í Lúxemborg föstudaginn 27. apríl.

Markmið nýju reglnanna sem nú eru til umræðum milli fulltrúa ESB-þingsins, ráðherraráðsins og framkvæmdastjórnarinnar er að komið verði á fót ESB-gagnagrunni og kerfi til að safna upplýsingum í hann um flugferðir einstaklinga inn á ESB-svæðið og út af því, á ensku er talað um „passenger name record (PNR) data“. Öllum aðildarríkjum ber að nota sama kerfi við skráningu upplýsinganna til að auðvelda miðlun þeirra milli viðkomandi yfirvalda. Notkun PNR-upplýsinga, sem flugfélögin safna nú þegar, verður aðeins heimil til að koma í veg fyrir, upplýsa, rannsaka eða ákæra vegna hryðjuverka og alvarlegra glæpa.

Í frumvarpinu að reglunum er af finna ströng ákvæði um persónuvernd sem heimila farþega aðild að upplýsingum sem snerta hann sjálfan og gera mönnum kleift að leiðrétta þessar upplýsingar ef svo ber undir eða fara fram á að þær verði afmáðar.

Farþegar láta sjálfir flugfélögum í té upplýsingar um sig (PNR upplýsingar) og þær geta náð til nafns, ferðadags, áfangastaðar flugvélar, aðferðar við greiðslu fargjalds, sætisnúmers og farangurs auk annars. Heimilt verður að geyma upplýsingarnar í allt að fimm ár. Eftir tveggja ára geymslu verður hins vegar ekki unnt að rekja upplýsingarnar til ákveðins einstaklings.

ESB-ríki geta einni en ber ekki skylda til að safna PNR-upplýsingum á einstökum flugleiðum innan ESB.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS