Spánverjar mótmæltu í 55 borgum sunnudaginn 29. apríl. Hæst bar andstaða við niðurskurð á opinberum útgjöldum til mennta- og heilbrigðismála. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, sagði „óhjákvæmilegt“ að minnka útgjöld ríkisins. Spánverjum er nóg boðið vegna krafna ESB um aðhald í ríkisrekstri.
Stærstu verkalýðssamtök Spánar, CCCO og UGT, hvetja til frekari mótmæla 1. maí, degi verkalýðsins. Talsmenn samtakanna sagði að til mótmæla hefði komið í 55 borgum 29. apríl, mesta fjölmenni var í Madrid, 40.000. Heldur færri komu til mótmæla nú en 29. mars þegar hundruð þúsundir fóru út á göturnar.
Hagstofa Spánar birti atvinnuleysistölur föstudaginn 27. apríl og sýna þær að 24,4% eru án atvinnu og 50% þeirra sem eru undir 25 ára aldri. Standard & Poor´s hefur lækkað lánshæfiseinkunn Spánar í BBB+.
Rajoy forsætisráðherra sagði á fundi með flokksmönnum sínum í Madrid sunnudaginn 29. apríl að samkomulag ríkisstjórnarinnar við 17 héraðsstjórnir landsins um niðurskurð á sviði mennta- og heilbrigðismála muni tryggja að ríkissjóðshallinn verði 5,3% á þessu ári miðað við 8,5% á síðasta ári.
Hinn 20. apríl tók ríkisstjórnin, sem komst til valda fyrir nokkrum mánuðum, ákvörðun um að ellilífeyrisþegar yrðu að taka þátt í lyfjakostnaði en áður hafði hann allur verið borinn af ríkissjóði, þá hækkaði stjórnin skólagjöld til að ná í 10 milljarða evra. Áður hafði ríkisstjórnin kynnt 27 milljarða evra niðurskurð á þessu ári. Rejoy lofaði fyrir kosningar að ganga ekki inn á svið velferðarmála við ríkisfjármálaákvarðanir sínar.
Á mótmælaborðum í Madrid mátti lesa: „Evrópubúar, rísið til andæla!“ og „Það er glæpsamlegt að ráðast á heilbrigðismál.“
Hagstofa Spánar sagði föstudaginn 27. apríl að nú væru 1.7 milljón heimila á Spáni án þess að nokkur þar hefði vinnu.
Spánska hagkerfið er hið fjórða stærsta á evru-svæðinu mun dragast saman um 1,7% á þessu ári gangi spár eftir.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.