François Hollande Frakklandsforseti og Angela Merkel Þýskalandskanslari lögðu áherslu á að þau vildu að Grikkir yrðu áfram í evru-hópnum á sameiginlegum blaðamannafundi að kvöldi þriðjudags 15. maí í Berlín. Hollande hélt til Berlínar síðdegis eftir embættistöku sína í París. Hann komst til fyrsta fundar síns með Merkel í annarri atrennu en snúa varð flugvél hans til baka eftir flugtak í París þar sem hún varð fyrir eldingu.
Kanslarinn sagði ríkisstjórnir landanna tveggja ætla að „kanna hvort leggja mætti meira til vaxtar“ í Grikklandi ef stjórnvöld í Aþenu færu fram á slíkt. Nokkru áður en Hollande og Merkel hittust slitnaði upp úr tilraunum til stjórnarmyndunar í Grikklandi og verður efnt til þingkosninga þar að nýju í júní.
Innan ESB og meðal stjórnmálaskýrenda telja ýmsir að fyrir þingkosningarnar í Grikklandi muni flokkarnir sem vilja standa við samkomulagið við ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IGS) leggja hart að forystumönnum innan ESB og óska eftir aðstoð frá þeim og stuðningi sem kynni að auka fylgi flokkanna sem fengu sameiginlega aðeins 40% fylgi í kosningunum 6. maí.
Merkel og Hollande lögðu sig fram um að árétta samstöðu sína um mikilvæg mál á blaðamannafundinum í Berlín. „Okkur er ljós ábyrgð Frakka og Þjóðverja á farsælli framvindu mála í Evrópu og ég tel að í þeim anda muni okkur takast að finna lausn á einstökum málum.“ sagði Merkel. Ágreiningur þeirra væri ekki eins djúpstæður og ætla mætti af fréttum.
Hollande sagði að hann hefði í hyggju að „leggja öll mál á borðið“ á óformlegum fundi leiðtoga ESB-ríkjanna miðvikudaginn 23. maí í Brussel, þar á með tillögu um evru-skuldabréf sem mælast illa fyrir hjá Þjóðverjum. Hann áréttaði einnig að hann vildi semja að nýju um ákvæði í ríkisfjármálasamningnum sem var og er sérstakt áhugamál Merkel og hún vill að standi óbreyttur.
Hollande minnti á að samskipti Frakka og Þjóðverja hefðu verið góð í áranna rás þótt leiðtogar ríkisstjórna landanna væru ekki sammála um meginstefnur í stjórnmálum. Þetta hefði gilt um François Mitterrand og Helmut Kohl, og Gerhard Schröder og Jacques Chirac. Nú skipti miklu að samskiptin yrðu á þann veg að þau kæmu í veg fyrir að evru-samstarfið gliðnaði í sundur.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.