Laugardagurinn 25. júní 2022

Skuldakreppa spænskra banka eykst - miklar sveiflur í hluta­bréfaverði Bankia


18. maí 2012 klukkan 21:39

Skuldakreppa spænskra banka jókst enn frekar föstudaginn 18. maí. Þeirri skoðun vex fylgi að ástandið á Grikklandi sé að verða stjórnlaust og birtist ótti manna við það á í miklum sveiflum á mörkuðum i Madrid, einkum í viðskiptum með bréf í Bankia, bankanum sem lækkaði í verði um 14% hinn 17.maí en hækkaði um 23% hinn 18. maí.

Bréf í Bankia hækkuðu verði aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Moody´s lækkaði lánshæfiseinkunn 16 spænskra banka. Þá hækkuðu verð á bréfum í Santander-bankanum um 2,97% og næststærsta banka Spánar BBVA um 3,69%.

Spænska ríkisstjórnin þjónýtti Bankia að hluta fyrir níu dögum. Pablo del Barrio, sérfræðingur við spænska verðbréfafyrirtækið XTB Broker segir að Bankia hafi sætt áhlaupi undanfarna daga og nú kunni fjárfestar að vænta þess að ríkisstjórnin sporni gegn skortssölu.

Silke Bruns, upplýsingafulltrúi þýska fjármálaráðuneytisins, sagði á blaðamannafundi í Berlín að þar efuðust menn ekki um að Spánverjar mundu sigrast á vandanum af eigin rammleik.

Del Barrio hjá XTB telur að róa megi markaði með aðgerðum til að draga úr áhættufíkn fjárfesta og með því að Seðlabanki Evrópu yki lausafé bankanna.

„Nú bíða menn eftir því sem gerist á fundi G8 ríkjanna í Bandaríkjunum um helgina – hvort vænta megi einhverra öflufar aðgerða af hálfu seðlabankanna og einkum Seðlabanka Evrópu,“ sagði Barrio.

Matsfyrirtækið Fitch Ratings lét föstudaginn 18. maí fagnaði því að héraðsstjórnir á Spáni hefðu ákveðið að draga úr sparnaði og ná stjórn á hallarekstri. Fyrirtækið telur þó að áhrif sparnaðaraðgerðanna muni ekki gæta mikið á árinu 2012.

Ríkisstjórn Spánar hefur skuldbundið sig til þess að minnka halla úr 8,5% á síðasta ári í 5,3% á þessu ári og í 3%, mörk ESB, árið 2013.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk við kröfuhafa á svig við neyðarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS