Áhrifamikil hugveita í Moskvu, Center for Strategic Studies, spáir því í nýrri skýrslu, sem kynnt var í morgun, að stuðningur við Vladimir Pútín, forseta Rússlands, fari þverrandi fram eftir kjörtímabili hans og geti leitt til pólitískrar kreppu fyrir lok kjörtímabils hans. Frá þessu segir Wall Street Journal í morgun. Mikail Dmitriev, stjórnandi hugveitunnar, segir að þessi þróun verði ekki stöðvuð. Meira mark er tekið á þessari skýrslu en ella vegna þess, að hugveitan spáði rétt fyrir um pólitíska þróun í Rússlandi á síðasta ári.
Skýrslan byggir á niðurstöðum úr starfi 32ja rýnihópa víðs vegar um landið á síðustu þremur mánuðum. Þar hefur komið fram, að stuðningur við Pútín hefur minnkað jafnt og þétt á síðustu tveimur árum og er nú kominn niður fyrir 50%. Eldheitir stuðningsmenn Pútíns eru nú orðnir jaðarhópur. Óánægjan hefu komið fram í kosningum til sveitarstjórna, þar sem andstæðingar Pútíns hafa náð góðum árangri.
Þá sýna aðrar kannanir að Rússar leggja nú vaxandi áherzlu á skoðanafrelsi, tjáningafrelsi og heiðarlegar kosningar.
Hins vegar sýna kannanir hugveitunnar breiða samstöðu Rússa í utanríkismálum. Upplifun almennings sé sú, að Rússland sé umlukið óvinum, sem vilji komast í auðlindir landsins. Þessi tilfinning geti orðið til þess að Pútín taki upp harðari stefnu í alþjóðamálum.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.