Fimmtudagurinn 30. júní 2022

Einkaþjónn páfa í haldi vegna gruns um leka á trúnaðarskjölum - viðkvæm átök í Páfagarði fréttaefni á Ítalíu


27. maí 2012 klukkan 00:10

Einkaþjónn páfa hefur verið ákærður í tengslum við rannsókn innan Páfagarðs á fréttaleka til fjölmiðla. Saksóknarar páfadóms hafa veitt Paolo Gabriele (46 ára) stöðu grunaðs í rannsókn vegna stuldar á trúnaðarskjölum.

Benedikt XVI. páfi

Fjölmiðlum hafa borist skjöl sem talin eru sýna spillingu, óstjórn og valdastreitu í æðstu stjórn Páfagarðs. Benedikt XVI. páfi skipaði í síðasta mánuði sérnefnd kardínála til að rannsaka uppruna leka trúnaðarskjalanna.

Gabriele er meðal sárafárra óvígðra manna sem hefur aðgang að einkaíbúð páfans. Hann hefur starfað sem einkaþjónn páfa síðan 2006 og býr með konu sinni og þremur börnum í íbúð innan múra Vatíkansins. Ítalskir fjölmiðlar segja að þar hafi fundist trúnaðarskjöl.

Ekkert fangelsi er í Vatíkaninu. Gabriele er hins vegar í haldi í einu af þremur „öruggum herbergjum“ í lítilli lögreglustöð Páfagarðs. Verði hann dæmdur kann hann að hljóta 30 ára fangelsisdóm og yrði fluttur í ítalskt fangelsi á grundvelli samnings milli ítalska ríkisins og Páfagarðs.

Efni skjalanna hefur sett mikinn svip á allar fréttir á Ítalíu undanfarið. Í síðustu viku kom út bókin Hans heilagleiki eftir ítalskan blaðamann en þar birtast trúnaðarbréf og minnisblöð sem gengið hafa á milli páfa og einkaritara hans.

Embættismenn Páfagarðs sögðu útgáfu bókarinnar refsiverða og að gripið yrði til lögmætra aðgerða gegn höfundinum, útgefandanum og þeim sem lak skjölunum.

Ettore Gotti Tedeschi, bankastjóra Vatikans-bankans, var sagt upp störfum fimmtudaginn 24. maí. Sagt er að hann hefði lekið skjölum þótt opinber ástæða uppsagnarinnar sé að hann hafi ekki valdið starfi sínu. Tedesschi segir sjálfur að brottrekstur sinn megi rekja til þess að hann hafi vilja opna starfsemi bankans.

Meðal skjalanna sem hafa birst eftir lekann er bréf til Benedikts páfa frá sendiherra Páfagarðs í Washington þar sem vikið er að klíkuskap og spillingu í æðstu stjórn Vatíkansins. Þá er þar að finna minnisblöð skrifuð með „eitruðum penna“ með illmælgi um Tarcisio Bertone kardínála sem gengur næst páfa í tignarröð og sagt er frá grunsamlegum greiðslum Vatíkan-bankans.

Heimild: BBC

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS