Štefan Füle, stækkunarstjóri ESB, sagði í Brussel þriðjudaginn 29. maí að örlög Íslands væru í höndum Íslendinga sjálfra og þeir hefðu ákveðið að halda áfram í áttina að ESB. Þetta kemur fram í frétt Agence Europe, hálfopinberrar fréttastofu ESB, um för Füles til Íslands 24. og 25 maí. Í fréttinni er þess getið að alþingi hafi samþykkt á meðan Füle var í Reykjavík að efna ekki til þjóðaratkvæðagreiðslu á „þessu stigi málsins“ um hvort halda eigi áfram ESB-viðræðunum. Stækkunarstjórinn lítur þannig á að ekki eigi að greiða þjóðaratkvæði fyrr en „tilboð um aðild“ frá ESB liggi fyrir. Hann segir að ekkert skýrist um fisk og landbúnað fyrr en eftir þingkosningar 2013.
Í fréttinni er vísað til þess að alþingi felldi 25. maí tillögu Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um að bæta við spurningu í syrpu um álitaefni vegna ákvæða í nýrri stjórnarskrá um aðildarviðræðurnar við ESB og framhald þeirra. Síðan hefur Fréttablaðið birt könnun sem sýnir að tæplega 58% aðspurðra vilja ganga strax til slíkrar atkvæðagreiðslu.
Agence Europe hefur eftir Füle að hann sé almennt hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslum en einnig verði að virða störf þeirra sem komi að aðildarviðræðunum og ekki sé unnt að greiða þjóðaratkvæði fyrr en „tilboð um aðild“ liggi á borðinu. ESB-aðildarsinnar á Íslandi tala jafnan um að Íslendingar eigi að fá tækifæri til að greiða atkvæði um samning við ESB, stækkunarstjóri ESB lítur hins vegar þannig á að um aðildartilboð frá ESB til Íslands sé að ræða.
Viðræður fulltrúa Íslands og ESB er skipt í 33 kafla. Í frétt Agence France fagnar Füle því að 15 kaflar hafi verið opnaðir og 10 þeirra lokað. Hann segist vona að á næstunni verði unnt að opna þrjá kafla til viðbótar. Stefnt er að því að það verði gert á svonefndri ríkjaráðstefnu með fulltrúum Íslands 22. júní. Með hliðsjón af þessum ummælum stækkunarstjórans má þess vænta að 18 kaflar hafi verið opnaðir áður en Danir láta af formennsku í ráðherraráði ESB. Síðastliðið haust lét Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra eins og markmið sitt væri að allir samningskaflar yrðu opnaðir í formennskutíð Dana.
Füle segir við Agence Europe að kaflarnir um landbúnað og sjávarútveg séu flóknastir og hann voni að mál hafi skýrst eftir þingkosningarnar í apríl 2013. Minnt er á að Íslendinga og ESB greini á um makrílkvóta en Füle segir að ekki séu „nein augljós tengsl“ milli makrílmálsins og aðildarviðræðnanna.
Þá segir Agence Europe að Füle hafi einnig rætt tvo aðra kafla í Íslandsferð sinni – fæðuöryggi og frjáls gjaldmiðlaviðskipti. „Við höfum náð samkomulagi við íslensk stjórnvöld um að koma á fót tímabundnum starfshópi til að meta stöðu mála og líkur á að afnema höftin og til að aðstoða við að móta almennan skilning á þeim vanda sem við blasir í ferlinu sem ætti að auðvelda íslensku ríkisstjórninni að vinna að framgangi málsins. Þetta er jákvætt dæmi um hvernig við getum unnið saman að lausn hinna brýnustu mála,“ sagði Füle um gjaldeyrsihöftin.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.