François Hollande Frakklandsforseti hvetur Grikki til þess að „kjósa Evrópu“ í þingkosningunum 17. júní og finnst að Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hafi sýnt Grikkjum óvirðingu með því að segja þá koma sér hjá því að greiða skatta.
„Grikkir verða að horfast í augu við ábyrgð sína – þeir verða að huga að því að atkvæði þeirra 17. júní hefur afleiðingar fyrir þá og okkur,“ sagði Hollande í sjónvarpsviðtali að kvöldi þriðjudags 29. maí.
Christine Lagarde sagði í viðtali við breska blaðið The Guardian sem birtist föstudaginn 25. maí að hún hefði litla samúð með Grikkjum, hugur hennar dveldist frekar hjá sveltandi börnum í Afríku.
„Ég velti einnig fyrir mér öllu þessu fólki sem reynir alltaf að koma sér undan að greiða skatta,“ sagði hún. „Öllu þessu fólki í Grikklandi sem reynir að skjóta sér undan skattgreiðslum.“
Hún sagði að Grikkir gætu sjálfir lagt mikið af mörkum sjálfum sér til hjálpar „með því að greiða skattana sína“. Ummælin vöktu mikla reiði og létu Grikkir hana í ljós með því að senda 10.000 skilaboð inn á fésbókarsíðu Lagarde og voru mörg þeirra dónaleg í hennar garð.
Hollande sagði að hann væri ósammála því sem Lagarde segði.
„Það er satt að mjög ríkir Grikkir skjóta undan skatti og það er ólíðandi,“ sagði Hollande. „Ég held hins vegar ekki að besta leiðin til að nálgast Grikki sé að segja: ‚Gott og vel, þið verðið að meta eigin stöðu í samanburði við hvernig Afríkumenn hafa það, þeir búa við miklu þrengri kjör en þið.‘ Þetta snýst um virðingu.“
Hollande sagði í sjónvarpsviðtalinu að hann vildi „finna gott jafnvægi milli Frakka og Þjóðverja sem endurspeglar jafnframt virðingu fyrir samstarfsríkjum okkar og stofnunum ESB“. Þá sagði hann:
„Við höfum þegar sett okkur nokkur sameiginleg markmið með frú Merkel. Hún samþykkir áhersluna á hagvöxt, ég samþykki áhersluna á alvarlegt aðhald í ríkisfjármálum.
Hún er á móti evru-skuldabréfum. Hún segir þó ekki „aldrei“ heldur segir hún „ekki núna“. Það getur leitt til ýmissa málamiðlanna.“
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.