Seðlabanki Evrópu segir að engin þeirra átta þjóða sem ætlunin er að taki upp evru fullnægi skilyrðum til þess. Þessi niðurstaða er birt á sama tíma og ótti um framtíð hins sameiginlega myntsamstarfs vex .
Búlgarar, Tékkar, Lettar, Litháar, Ungverjar, Pólverjar, Rúmenar og Svíar eru að mati seðlabankans ekki hæfir til að hefja samstarf við þjóðirnar 17 sem nota evru. Bankanum ber að senda frá sér skýrslu um þetta efni einu sinni ár hvert.
Af ESB-þjóðunum 10 sem ekki nota evru eru Danir og Bretar hinir einu sem hafa varanlega undanþágu frá aðild að myntsamstarfinu. Hinum átta ber að taka upp evru fyrr eða síðar.
Innan seðlabankans í Frankfurt nota menn kvarða sem reistur er á mælingum á verðbólgu, ríkissjóðshalla, gengisskráningu, langtíma vöxtum og innleiðingu lagareglna um evru-kerfi seðlabanka aðildarríkjanna.
Í skýrslu Seðlabanka Evrópu segir: „Hvergi í ríkjunum átta hafa verið fest í lög ákvæðí sem falla að öllu leyti að skilyrðum upptöku evru.“
Þjóðirnar standa misjafnlega vel að vígi gagnvart einstökum skilyrðum og sum ríkjanna utan myntsamstarfsins fullnægja kröfum þess betur en ríki innan samstarfsins.
Í öllum ríkjunum nema Ungverjalandi var opinbert skuldahlutfall undir 60% evru-skilyrðinu. Skuldahlutfall Grikklands er nú 165,3% af vergri landsframleiðslu árið 2011, en yfir 100% á Ítalíu, Írlandi og í Portúgal. Grikkir, Írar og Portúgalir hafa fengið neyðarlán frá ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Heimild: BBC
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.