Óljós ummæli Štefans Füles, stækkunarstjóra ESB, hér á landi 24. til 25. maí um framvindu ESB-aðildarviðræðnanna vöktu umræður á alþingi miðvikudaginn 30. maí. Er augljóst að hvorki ráðherrar né þingmenn átta sig á því hvert stækkunarstjórinn var að fara með loðnum ummælum sínum hér en eftir komuna til Brussel sagði hann hins vegar að ekkert mundi skýrast varðandi flóknustu kafla viðræðnanna fyrr en eftir þingkosningar hér á landi sem verða í síðasta lagi í apríl/maí 2013. Hvorki utanríkisráðherra né sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gátu sagt þingmönnum neitt um raunverulega stöðu mála gagnvart ESB.
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði skýringa Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra hvað fælist í þeim orðum Füles að hann teldi „að öll spilin í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins [yrðu] á borðinu fyrir þingkosningar á næsta ári“. Það væri vel raunhæft að ljúka viðræðum á því ári sem sé til stefnu.
Össur Skarphéðinsson taldi að stækkunarstjórinn hefðí fyrst og fremst, eins og hann hefði sagt í viðræðum við sig, átt við að hann gerði sér góðar vonir um að búið væri að sýna á öll spilin með því að opna alla kafla og afstöður af hálfu beggja lægju þar með fyrir.
Birgir Ármannsson sagði að tal um að spilin séu komin á borðið hlyti að snúast um „vísbendingar um líklega niðurstöðu, miklu frekar en upphaflega samningsafstöðu aðila“. Spurði hann utanríkisráðherra hvenær kaflarnir um sjávarútvegsmál og landbúnaðarmál yrðu opnaðir. Össur sagði að unnið væri að sjávarútvegskaflanum án þess að nefna tímamörk. Hugsanlega mætti opna landbúnaðarkaflann næsta haust.
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, benti á að VG-þingmennirnir: umhverfisráðherra, formaður umhverfis- og samgöngunefndar, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og innanríkisráðherra hefðu lýst yfir að full ástæða væri til að klára ESB-málið „vel fyrir kosningar“. Spurði hann Steingrím J. Sigfússon, formann VG, um afstöðu hans í málinu.
Steingrímur J. sagði „vonbrigði“ að það hefði dregist í flestum tilvikum að opna „þungu kaflana“ í ESB-viðræðunum. „Það var ekki ætlunin að málin væru enn í einhverri fullkominni óvissu þegar við nálguðumst kosningar að loknu þessu kjörtímabili. Menn höfðu væntingar um það að strax í árslok 2010 eða á fyrri hluta árs 2011 gætu þau mál verið farin að skýrast miklu meira en þau hafa gert,“ sagði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Steingrímur J. Sigfússon.
Hann sagði afstöðu sína til framgangs ESB-viðræðanna skýra og bætti við: „Ég hef tjáð hana meðal annars á fundum með hinum ástsæla stækkunarstjóra bæði í janúarlok úti í Brussel og eins núna á dögunum í Reykjavík. Ég hef lagt á það mikla áherslu að við teljum það ekki hjálplegt að frekari tafir verði á því að þessir stóru kaflar [sjávarútvegsmál og landbúnaðarmál] opnist upp. Að sjálfsögðu erum við ekki að biðja um að þeir verði opnaðir upp með skilyrðum eða öðru slíku en maður veltir því auðvitað fyrir sér hvort það sé þá ekki skárra að það gerist á þann hátt sem Evrópusambandið telur sig geta gert frekar en það dragist í einhverri óvissu.“
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.