Spánn ætlar að selja 10 ára ríkisskuldabréf og önnur skuldabréf á mörkuðum á fimmtudag í næstu viku að því er fram kemur í Financial Times í dag. Í gær, föstudag, var ávöxtunarkrafan á spænsk skuldabréf til 10 ára um 6,5% á eftirmarkaði. Greinendur, sem FT talar við spá því að stutt verði í að Spánn leiti alþjóðlegrar aðstoðar, þrátt fyrir yfirlýsingar Mariano Rajoy, forsætisráðherra um að það verði ekki gert. Síðustu daga hafa spænskir ráðherrar átt fundi með ráðamönnum í Washington, Berlín og hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. FT segir að skilja megi ummæli ráðherranna eftir þessa fundi á þann veg, að þeir viðurkenni nú að Spánn þurfi á aðstoð að halda alla vega fyrir bankana.
FT segir að margir embættismenn og hagfræðingar hjá Evrópusambandinu telji neyðaraðstoð fyrir Spán nú óhjákvæmilega. Hins vegar geri spænsk stjórnvöld sér vonir um að geta fengið slíka aðstoð án formlegra samninga og skilmála af hálfu þríeykisins, ESB/AGS/Seðlabanka Evrópu.
Í svari við fyrirspurn í gær benti fjárlagaráðherra Spánar á, að stærstu eigendur spænskra skulda væru bankar í Þýzkaland og Frakklandi og það væri því í þeirra þágu að finna lausn á málinu.
Hugmyndir spænskra stjórnvalda um að spænskir bankar fá beint aðstoð frá neyðarsjóði ESB hafa ekki fallið í góðan jarðveg í Brussel. Eitt af því, sem embættismenn í Brussel og Berlín hafa áhyggjur af er krafa Spánverja um að þeir fái aðstoð án nokkurra skilmála. Starfsreglur ESM, hins varanlega neyðarsjóðs ESB, sem tekur til starfa í næsta mánuði leyfa ekki beina aðstoð sjóðsins við banka án milligöngu viðkomandi ríkisstjórna.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.