Leon Panetta, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur kynnt áætlanir sem miða að því að þungamiðja í flotastarfsemi Bandaríkjanna flytjist á Kyrrahafssvæðið og meirihluti herskipa þeirra verði á Asíu-Kyrrahafssvæðið frá árinu 2020. Hann segir jafnframt að ekki beri að líta á þessa stefnubreytingu sem ögrun við Kínverja, þvert á móti komi hún þeim til góða.
Panetta flutti ræðu á fundi með háttsettum stjórnmálamönnum og herforingjum í Singapore laugardaginn 2. júní. Hann sagði að framvegis yrði 60% flotastyrks Bandaríkjanna á Kyrrahafssvæðinu miðað við 50% núna. Það yrðu sex flugvélamóðurskip með eftirlitssvæði þar, meirihluti orrustuskipa, tundurspilla, strand-orrustuskipa og kafbáta.
Alþjóðahermálastofnunin. IISS, efnir árlega til ráðstefnu um öryggismál í Asíu og á Kyrrahafi í Singapore undir heitinu Shangri-La Dialogue. Nú beinist athygli þar einkum að aukinni spennu milli Kína og Flippseyja, bandamanni Bandaríkjanna, vegna deilna um Scarborough Shoal í Suður-Kínahafi.
Panetta lagði í ræðu sinni áherslu á samstöðu Bandaríkjastjórnar með bandamönnum sínum á svæðinu, Filippseyjum, Japan, Suður-Kóreu og Ástralíu. Hann sagði að Bandaríkjamenn mundu leggja aukna áherslu á tvíhliða og fjölþjóða heræfingar. Bandaríkjaher tók þátt í rúmlega 170 slíkum æfingum á svæðinu á árinu 2011.
Bandaríski varnarmálaráðherrann sagði ágreining milli stjórnvalda í Washington og Peking um ýmis mál, þar á meðal yfirráð á Suður-Kínahafi. Það væri þó með öllu ástæðulaust fyrir Kínverja að óttast nýjar áherslur Bandaríkjastjórnar því að með gerðum sínum væru Bandaríkjamenn að stuðla að öryggi á svæðinu sem mundi gagnast Kínverjum ekki síður en öðrum þjóðum þar.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.