Miðvikudagurinn 27. janúar 2021

Tillögur um tímabundna landamæravörslu innan Schengen-svæðisins


2. júní 2012 klukkan 15:25

Tillögur verða kynntar í ráðherraráði Schengen-samstarfsins fimmtudaginn 7. júní um að ríki geti tekið upp landamæravörslu í allt að eitt ár „vegna sérstakra aðstæðna“. Tillögurnar taka mið af kröfum Frakka og Þjóðverja sem vilja fá betri úrræði en nú eru fyrir hendi til að koma í veg fyrir komu ólöglegra innflytjenda til landa sinna.

AFP-fréttastofan segir að í skjalinu sem blaðamaður hennar hafi séð komi ekki fram hvaða skilyrði þurfi að vera fyrir hendi til að unnt verði að hefja landamæravörslu að nýju. Cecilia Malmström sem fer með innanríkismál í framkvæmdastjórn ESB bendir á að Schengen-reglur og framkvæmd þeirra miðist ekki við að hafa stjórn á innflytjendum.

Malmström minnir einnig á að hið sameiginlega bréf Þjóðverja og Frakka hafi verið skrifað og sent fyrir forsetakosningarnar í Frakklandi. Síðan hafi Frakkar skipt um forseta og þess vegna sé bréfið í raun aðeins orðin tóm. Hún hafi ekki rætt málið enn við ráðherra í nýrri stjórn Frakklands.

AFP segir að samkvæmt tillögunum geti ríki haldið uppi landamæravörslu í tvisvar sinnum sex mánuði við „sérstakar aðstæður“. Ráðherrar verða að koma sér saman um hverjar þessar „aðstæður“ eru og hvert eigi að vera hlutverk framkvæmdastjórnar ESB, hvort hún eigi síðasta orðið eða viðkomandi ríkisstjórn.

Núverandi Schengen-reglur heimila upptöku landamæravörslu ef talin er hætta á hryðjuverkum eða annarri ógn af einhverju tagi. Þeim heimildum hefur verið beitt hér á landi gegn félögum í Hell‘s Angels, samtökum Vítisengla.

Framkvæmdastjórn ESB hefur hreyft þeirri hugmynd að ríki geti einhliða lokað landamærum í fimm daga vegna þrýstings frá innflytjendum en verði að fá leyfi frá Brussel verði dagarnir fleiri.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS