Milljarðar danskra króna og 2.000 kínverskir farandverkamenna kunna að vera á leið til Grænlands segir í dönskum blöðum þriðjudaginn 12. júní. Þar kemur einnig fram að Danir kunni að eyðileggja eigið tækifæri til að hefja vinnslu járngrýtis og annarra verðmæta í jörðu á Grænlandi og í þeirra stað bjóði Kínverjar gull og græna skóga fái þeir að hefja þar námuvinnslu.
Politiken segir að fyrirtæki undir stjórn Kínverja, London Mining Greenland, hafi nýlega sent 6.000 blaðsíðna skýrslu til auðlindaráðs Grænlands þar sem farið sé fram á heimild til að hefja vinnslu járngrýtis skammt frá Nuuk, höfuðstað Grænlands.
Fyrirækið vænti þess að fá svar fyrir áramót um hvort það megi hefjast handa við verkefni sem kosti um 14 milljarða danskra króna, 280 milljarða ISK, að hrinda í framkvæmd, Verði ráðist í verkið muni 2.000 kínverskir farandverkamenn bættast tímabundið við 57.000 íbúa Grænlands.
„Það á að gera höfn, leggja 103 km veg og reisa verksmiðju við námuna. Við vonumst til að geta hafið framleiðslu undir lok 2015 eða í byrjun 2016,“ segir Kai Kleist, upplýsingafulltrúi London Mining Greenland, við Politiken.
Nils Wang, aðmíráll og forstöðumaður danska varnarmálaskólans, segir að enginn eigi að efast um að Kínverjar telji mikla strategíska og efnahagslega hagsmuni fyrir sig í húfi á Grænlandi sem er hluti danska ríkjasambandsins. Þegar Hu Jintao, forseti Kína, komi síðar í vikunni til Danmerkur ætli hann ekki aðeins að ræða um græna tækni, orkusparnað og H. C. Andersen.
„Kínverjar hafa mikinn áhuga á Grænlandi því að þar er að finna mikið af þeim hráefnum og málmum sem eru skilyrði þess að hagvöxtur aukist áfram í Kína. Evrópusambandið og Bandaríkin hafa sofið á verðinum þegar litið er til þessara framtíðartækifæra. Kínverjar hugsa langt fram í tímann og þess vegna gátu þeir einokað einstök jarðefni áður en nokkur á Vesturlöndum áttaði sig á gildi þeirra,“ segir Nils Wang við Politiken.
„Það gæti verið spennandi ef Danir og Grænlendingar tækju sig saman um að framleiða ofur-segla í stað þess að láta Kínverja gera það,“ segir aðmírállinn.
Dælurisinn Grundfos efast einnig um að rétt sé að Kínverjar nái tökum á hráefnum á Grænlandi.
„Við höfum sérstakan áhuga á efninu neodynium sem er notað til að framleiða sterka segla sem við notum við framleiðslu á dælum sem nýta litla orku. Við þurfum á þessu efni að halda og séu fleiri en Kínverjar um hituna græðum við á samkeppninni,“ segir Kim Nøhr Skibsted, upplýsingafulltrúi Grundfos, við Politiken.
+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingishúsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.