Engin samstaða um aðgerðir-deilur um eftirlit á Spáni-hækkandi ávöxtunarkrafa
Þótt aðeins séu nokkrir dagar liðnir frá því að tilkynnt var um allt að 100 milljarða evra neyðarlán til Spánar til að endurfjármagna spænska banka virðist ástandið á evrusvæðinu fara síversnandi ef marka má fréttir Financial Times og Daily Telegraph í dag. Ávöxtunarkrafan á 10 ára spænsk ríkisskuldabréf fór í 6,8% í gær. Krafan á þýzk og brezk skuldabréf hækkaði einnig. Þá eru deilur um það hvernig haga eigi eftirliti með spænska bankakerfinu að því er fram kemur í FT. Háttsettur starfsmaður Citigroup segir FT að ástandið fari síversnandi. George Osborne, fjármálaráðherra Breta, velti því fyrir sér opinberlega í gær hvort brottför Grikkja af evrusvæðinu væri kannski það verð, sem yrði að greiða til þess að Þjóðverjar tækju við sér.
Seðlabanki Evrópu vill koma á bankabandalagi, sem þýði, að hann hafi beint eftirlit með stærstu bönkum á evrusvæðinu. Seðlabanki Frakklands styður það sjónarmið. Hið sama gerir Englandsbanki. En svo virðist sem Bundesbank, þýzki seðlabankinn sé því algerlega andvígur og telji að fyrst verði að koma á ríkisfjármálabandalagi, svo bankabandalagi.
Daily Telegraph heldur því fram, að Bundesbankinn hafi stöðvað allar hugmyndir um bankabandalag á þessu stigi málsins og segi að sameiginleg ábyrgð evruríkja á skuldbindingum hvers annars komi ekki til greina fyrr en komið hafi verið á ríkisfjármálabandalagi og pólitísku bandlagi. Angela Merkel hefur tekið undir þau sjónarmið.
DT segir að fjárfestar séu að átta sig á þvi að evruríkin hafi enn ekki komið sér saman um sameiginlega afstöðu til þess hvernig takast eigi á við evrukreppuna og það sé ástæðan fyrir því að ávöxtunarkrafan á spænsk skuldabréf hafi risið svo hátt.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.