Eftir 20 klukkustunda umræður fram undir morgun miðvikudaginn 13. júní náðu sjávarútvegsráðherrar ESB-landanna samkomulagi um verndunaraðgerðir sem dugði þó ekki til að sætta umhverfisverndarsinna. Um var að ræða tilraun til að ná sáttum um nýja sameiginlega sjávarútvegsstefnu ESB sem ætlunin er að komi til sögunnar árið 2014. Ágreiningur um bann við brottkasti var leystur á þann veg að það komi ekki að fullu til framkvæmda fyrr en árið 2019.
Ráðherrarnir settu sér það markmið að ofveiði yrði úr sögunni innan ESB árið 2015 fyrir sumar fisktegundir en árið 2020 í síðasta lagi fyrir allar fisktegundir.
Vísindamenn segja að ofveiði sé stunduð á 80% fiskstofna í Miðjarðarhafi en heldur hafi þokast í rétta átt í Atlantshafi.
Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, fagnaði niðurstöðu ráðherranna og sagði þá hafa samþykkt dagsetningar fyrir gildistöku banns við brottkasti. Hún sagði þá einnig hafa stigið „markvert skref“ í stuðningi við það sem ESB kallar Maximum Sustainable Yields (MSY) og snýst um að ekki sé gengið á fiskstofna heldur þeim gert kleift að endurnýja sig.
Damanaki taldi þetta allt miða til réttrar áttar þótt tillögur hennar og framkvæmdastjórnarinnar hefðu gengið lengra. Hún tók hins vegar undir með græningjum sem hvetja ESB-þingið til að herða á samþykkt ráðherranna þegar málið verður tekið fyrir þar.
Umhverfisverndarsinnar segja að brottkast ESB-sjómanna nemi 1,3 milljónum tonna af fiski árlega. Þeir vilja að það verði bannað þegar í stað.
Bretar, Þjóðverjar, Hollendingar, Danir, Svíar og Finnar vilja að sjómenn komi með allan afla á land. Frakkar og Spánverjar vilja að bannið taki gildi stig af stigi.
Ráðherrarnir höfnuðu tillögu framkvæmdastjórnarinnar um að hætta niðurgreiðslum til fiskiveiðiflota ESB frá og með 2013. Í því felst að tillaga Damanaki um framseljanlegan kvóta náði ekki fram að ganga.
Hollendingar og Svíar lýstu óánægju með niðurstöðu ráðherrafundarins og sögðu að mistekist hefði að koma á verndarreglum. Maltverjar, Portúgalar og Slóvenar töldu að of langt hefði verið gengið til móts við umhverfisverndarmenn.
Bretar og Frakkar töldu málamiðlunina skref í rétta átt.
Heimild: AFP
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.