Spánverjar buðu í morgun út 12-18 mánaða skuldabréf og reyndist það útboð þeim dýrt. Krafan á 12 mánaða bréf var 5.074% en til samanburðar var hún 2,985% á sambærileg bréf í maí. Þeir fara aftur á markað á fimmtudag með 3ja til 5 ára bréf.
Bank of America heldur því fram, að Spánn þurfi að leita eftir öðru neyðarláni innan skamms til viðbótar þeim 100 milljörðum evra, sem þeim var lofað fyrir rúmri viku. Bankinn telur að Spánn þurfi 350 milljarða evra til viðbótar þannig að heildarupphæðin verði um 450 milljarðar evra en það er upphæð, sem mun reyna á greiðslugetu evruríkjanna að sögn Daily Telegraph í morgun.
Bill Gross, aðalforstjóri Pimco, sem er stærsti skuldabréfasjóður í heimi segir við Bloomberg að spænsk skuldabréf séu ekki lengur öruggur fjárfestingakostur og bætir því við að Þýzkaland fari að verða áhættusamt eftir því sem kreppan breiðist út.
Spænskt fjármáladagblað, Cinco Dias, líkir stöðunni á skuldabréfamörkuðum fyrir Spán við „slátrun“. eða „fjöldamorð“. Spænskir bankar þurfa að endurfjármagna 540 milljarða evra á mörkuðum á næstu þremur árum.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.