Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skýrði frá því á ríkjaráðstefnu með fulltrúum ESB í Brussel föstudaginn 22. júní að Íslendingar væru til þess búnir að leggja fram samningsmarkmið í sjávarútvegsmálum og hann iðaði í skinninu eftir því að fá að minnsta kosti að kynnast yfirborði sjávarútvegmálanna hjá ESB. Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar alþingis, segír í Morgunblaðinu mánudaginn 25. júní: „Stjórnvöld eru búin að vera að vinna að undirbúningi samningsmarkmiðanna í sjávarútvegsmálum og þeirri vinnu er í raun lokið. Málið hefur svo bara þann gang sem það á að fara.“
Af þessum orðum utanríkisráðherra í Brussel og formanns utanríkismálanefndar í Reykjavík verður ekki annað ráðið en þeir tveir hafi komið sér saman um samningsmarkmið Íslands í sjávarútvegsmálum. Þau hafa að sögn stjórnarandstöðunnar ekki verið kynnt í utanríkismálanefnd alþingis.
Skipulag viðræðna við ESB er á þann veg háttað að utanríkisráðuneytið hefur komið á fót samningshópum fyrir hvern málaflokk og skipað þar sérstakan formann. Kolbeinn Árnason, lögfræðingur og fyrrverandi starfsmaður sjávarútvegsráðuneytisins í Reykjavík og Brussel, er formaður hópsins, sem fjallar um sjávarútvegsmál. Hann kom síðast saman 12. desember 2011. Kolbeinn segir í Morgunblaðinu 25. júní í tilefni af ummælum Össurar í Brussel:
„Samningsmarkmiðin eru ekki tilbúin í þeim skilningi að ferlinu sem sett var upp í kringum það sé lokið. Það hefur farið fram mikil vinna í Stjórnarráðinu en það er ekki búið að ræða þetta í samningshópnum.“
Þessi orð koma heim og saman við það sem Árni Þór Sigurðsson segir, að samningsmarkmiðin séu fyrir hendi en formlegri afgreiðslu þeirra sé ekki lokið. Þau hafa ekki verið rædd í samningshópnum sjálfum.
Stefán Haukur Jóhannesson, formaður ESB-viðræðunefndar Íslands, hefur sagt að það sé hlutverk sitt og viðræðunefndarinnar að móta samningsafstöðu Íslands. Formaðurinn sat ríkjaráðstefnuna föstudaginn 22. júní með utanríkisráðherra. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort samningsmarkmiðin í sjávarútvegsmálum hafa verið kynnt í viðræðunefndinni.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.