Miðvikudagurinn 20. janúar 2021

Eftir að Monti og Rajoy tóku vaxtar-samning í gíslingu féllst Merkel á hjáleið vegna neyðarlána til banka - Monti segist ekki þurfa neyðarlán ef markaðir róast


29. júní 2012 klukkan 10:13
Angela Merkel og Mario Monti á leiðtogafundinum í Brussel 28. júní 2012.

Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, og Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, tóku tillögu um 120 milljarða evru vaxtarsjóð innan ESB í gíslingu á leiðtogafundi ESB ríkjanna 27 að kvöldi fimmtudags 28. júní og sögðust ekki samþykkja hann nema tekin yrði ákvörðun innan 17 ríkja evru-hópsins um að hlaupa undir bagga með ríkissjóðum landa þeirra til að lækka ávöxtunarkröfu við sölu þeirra á skuldabréfum. Nokkuð uppnám varð í kvöldverði ESB-leiðtoganna þegar Monti og Rajoy settu fram skilyrði sín og kröfur. Eftir málsverðinn efndu leiðtogar evru-ríkjanna í skyndi til næturfundar sem stóð fram undir morgun og náðu samkomulagi um hjáleið fram hjá ríkissjóði evru-ríkja þurfi að endurfjármagna banka þeirra.

Þegar evru-ráðherraráðið samþykkti á dögunum að veita spænskum bönkum allt að 100 milljarða evru aðstoð reyndist ekki unnt að leysa út peninga í því skyni nema spænski ríkissjóðurinn yrði lántakandi. Þetta jók skuldabyrði spænska ríkisins í 90% af landsframleiðslu og ávöxtunarkrafa við sölu á 10 ára ríkisskuldabréfum varð óbærileg, um og yfir 7%. Samkomulagið sem gert var á fundi evru-ríkjanna á næturfundinum í Brussel hefur í för með sér að aðstoð evru-ríkja við bankakerfi verður ekki til þess að íþyngja ríkissjóði viðkomandi ríkis. Til að sætta Angelu Merkel Þýskalandskanslara við hina nýju hjáleið var ákveðið að stofna eins fljótt og verða megi sameiginlegt bankaeftirlit innan evru-svæðsinsins undir stjórn Seðlabanka Evrópu. Stefnt er að því að það komi til sögunnar fyrir árslok og þá verði formlega gengið frá því sem leiðtogarnir samþykktu á næturfundi sínum að þessu sinni.

Ítalir geta nýtt sér evru-björgunarsjóðs til kaupa á ríkisskuldabréfum án þess að þurfa að sæta íhlutun og eftirliti á grundvelli aðhaldssamnings við þríeykið, ESB, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Mario Monti sagði eftir fundinn að ríkisstjórn sín ætlaði ekki á þessu stigi að óska eftir slíkri aðstoð. Hann sagðist vona að samkomulagið dygði til að róa markaðina.

Angela Merkel sagði föstudaginn 29. júní að kæmi til þess að sjóðir á vegum ESB veittu evru-ríki aðstoð með því að kaupa ríkiskuldabréf yrði ríkið að sæta skilyrðum af hálfu ESB.

Eftir að þetta samkomulag evru-ríkjanna er í höfn hefur hindrunum fyrir samþykkt leiðtoganna 27 á tillögum um 120 milljarða evra vaxtarátak verið rutt úr vegi. Samkomulag um þetta átak er gert að frumkvæði François Hollandes Frakklandsforseta með stuðningi Angelu Merkel. Litið er á vaxtarsamninginn sem skilyrði af hálfu Hollandes fyrir því að hann leggi til við franska þingið að samþykkja ríkisfjármálasamninginn sem 25 ESB-leiðtogar rituðu undir 2. mars 2012.

Evru-leiðtogarnir ákváðu einnig að fela Herman Van Rompuy, forseta leiðtogaráðs ESB, José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, Mario Draghi, forseta bankastjórnar Seðlabanka Evrópu Jean-Claude Juncker, formanni ráðherrarráðs evru-ríkjanna, að halda áfram að íhuga leiðir til að styrkja myntsambandið að baki evrunni. Þeim er falið að kynna tillögur í október þar sem litið sé til fjögurra meginþátta: bankasambands, ríkisfjármálasambands, efnahagssambands og lýðræðis.

Heimild: Le Monde

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS