Þriðjudagurinn 19. janúar 2021

ESB-einkaleyfi: 40 ára deilu lýkur - Danir deila um nauðsyn þjóðar­atkvæða­greiðslu


29. júní 2012 klukkan 17:44

Nýlega voru reglur um einkaleyfisdómstól ESB samþykktar á ESB-þinginu og lítur danska ríkisstjórnin á það sem mikilvægan árangur af formennsku sinni í ráðherraráði ESB að ljúka afgreiðslu tillagna um ESB-einkaleyfi sem hafa verið 40 ár til umræðu innan ESB. Stjórnin hefur hins vegar enga tryggingu fyrir að geta lokið málinu á danska þinginu. Það gerir hún ekki nema Danski þjóðarflokkurinn samþykki. Í aðild að dómstólnum fellst fullveldisframsal og þarf 5/6 hluti danskra þingmanna að samþykkja aðildarlögin svo að skilyrðum dönsku stjórnarskrárinnar sé fullnægt. Andstæðingar ESB á danska þinginu eru Danski þjóðarflokkurinn og Enhedslisten (Einingarlistinn lengst til vinstri).

Forystumaður jafnaðarmanna í ESB-málum, Jens Joel, vonar að sér takist að fá þingmenn Danska þjóðarflokksins til að samþykkja lögin um einkaleyfisdómstól ESB.

„Það yrði mjög erfitt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál, fyrir utan að vera mjög tæknilegt, hefur það ekki mikið gildi fyrir venjulegan Dana, það skiptir hins vegar miklu fyrir fyrirtæki sem selja framleiðslu sína. Einmitt þess vegna er óskiljanlegt að Danski þjóðarflokkurinn vilji bregða fæti fyrir málið, það skaðar aðeins danskt atvinnulíf,“ segir Jens Joel þingmaður jafnaðarmanna sem vonar að sér takist að snúa þingmönnum Danska þjóðarflokksins til fylgis við frumvarpið.

Morten Messerschmidt, ESB-þingmaður Danska þjóðarflokksins, er hins vegar óbifanlegur og telur að um fullveldisframsal sé að ræða gerist Danmörk aðili að einkaleyfis-dómstólnum og það krefjist þjóðaratkvæðagreiðslu.

Fulltrúar atvinnurekenda hvetja danska þingmenn til að afgreiða málið eins fljótt og kostur er. Verði það ekki gert lendi dráttur á afgreiðslu málsins þyngst á litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem verði undir í samkeppni á innri markaðnum.

ESB-einkaleyfissamningur var afgreiddur á leiðtogafundi ESB-ríkjanna 29. júní 2012. Hann hefur vakið deilur innan ESB þar sem gert er ráð fyrir að þrjú tungumál verði notuð til lýsinga á einkaleyfum: enska, þýska og franska. Af þessum sökum halda Ítalir og Spánverjar sér utan við samninginn. ESB-einkaleyfið er náskylt evrópska einkaleyfinu, European Patent, sem er veitt samkvæmt European Patent Convention en 38 ríki eiga aðild að henni. Evrópsk einkaleyfi verða, eftir að þau eru veitt, kippa af einkaleyfum sem má fá samþykkt í þeim ríkjum sem umsækjandi nefnir. ESB-einkaleyfi fær gildi í öllum 25 ESB-ríkjum sem hafa staðfest ESB-einkaleyfissamninginn eftir að hafa fengið viðurkenningu sem evrópskt einkaleyfi. Hið samræmda kerfi dregur úr þýðingarkostnaði (með því að snúa að þremur tungumálum), minnkar skráningarkostnað (eitt gjald fyrir allt svæðið) og einfaldar réttargæslu með einum dómstóli fyrir allt svæðið.

Fyrir utan ágreining um tungumál á einkaleyfum hefur einnig verið deilt harkalega um aðsetur hins nýja dómstóls. Það verður í París. Í London verður fjallað um hluta einkaleyfa og annan hluta í München auk þess sem þjónustuskrifstofa vegna ESB-einkaleyfa verður þar.

Við núverandi aðstæður er verða fyrirtæki eða einstaklingar innan ESB að sækja um skráningu einkaleyfis í hverju einstöku ESB-ríki og er talið að það kosti allt að 20.000 (25.200 dollara) evrum fyrir hvert einkaleyfi, þar af 14.000 evrur vegna þýðinga. Í Bandaríkjunum kostar um 1.850 dollara að fá einkaleyfi skráð.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS