Þriðjudagurinn 19. janúar 2021

Þýska þingið samþykkir samninga til bjargar evrunni - samkomulag stjórnar og stjórnar­andstöðu


29. júní 2012 klukkan 22:06

Neðri deild þýska þingsins, Bundestag, samþykkti vaxtar-samning Evrópusambandsins föstudaginn 29. júní, nokkrum klukkustundum eftir að Angela Merkel féllst á hann á ESB-leiðtogafundi í Brussel. Við atkvæðagreiðsluna samþykkti 491 þingmaður samninginn 111 voru á móti en 6 skiluðu auðu. Samningurinn fer nú fyrir efri deild þingsins, Bundestag.

Úr sal Bundestag,

Neðri deild þýska þingsins samþykkti föstudaginn 29. júní tvö lagafrumvörp með auknum meirihluta. Þau eru liður í björgun evrunnar: ríkisfjármálasamningurinn og ESM-sjóðurinn, varanlegur björgunarsjóður evrunnar. Þýski stjórnlagadómstóllinn kannar hvort lögin standist þýsku stjórnarskrána áður en forseti Þýskalands ritar undir þau.

„Ákvörðun okkar í dag skiptir miklu máli til að sýna öllum heiminum að við stöndum að baki evrunni, við viljum búa við traustan gjaldmiðil,“ sagði Merkel í ræðu sinni í þinginu.

Jafnaðarmenn og græningjar studdu ríkisstjórn Merkel í atkvæðagreiðslunni eins og þeir hafa jafnan gert í öllum atkvæðagreiðslum til að bjarga evrunni.

Merkel varði einnig ákvarðanir leiðtoga ESB-ríkjanna um að varnalega björgunarsjóðinn, ESM, mætti nota til að endurfjármagna banka án milligöngu ríkissjóðs viðkomandi lands og einnig mætti nýta fé í sjóðnum til að kaupa ríkisskuldabréf af þjóðum í vanda. Allar ákvarðanir í þessu efni yrðu að vera í samræmi við umsamdar reglur. Þá yrði þýska þingið að fjalla um allar breytingar á hlutverki sjóðsins í þessa veru.

Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, sagði að Merkel hefði „varið og náð því nákvæmlega fram sem hefði verið stefna Þýskalands um árabil“, það er að ekki yrði veitt nein aðstoð nema með skýrum skilyrðum.

Sigmar Gabriel, formaður jafnaðarmanna (SPD) sagði í þingumræðunum: „Við lýsum yfir samþykki okkar af því að Evrópa er mikilvægari í okkar augum en flokkspólitík.“

Neðri deild þýska þingsins, Bundestag, samþykkti einnig vaxtar-samning Evrópusambandsins föstudaginn 29. júní, nokkrum klukkustundum eftir að Angela Merkel féllst á hann á ESB-leiðtogafundi í Brussel. Við atkvæðagreiðsluna samþykkti 491 þingmaður samninginn 111 voru á móti en 6 skiluðu auðu.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS