Finnar munu frekar segja skilið við evruna en greiða niður skuldir annarra aðildarríkja myntsamstarfsins segir Jutta Urpilainen, fjármálaráðherra Finnlands, í samtali við viðskiptablaðið Kauppalehti föstudaginn 6. júlí.
„Finnar vilja halda áfram evru-samstarfinu og við teljum evruna gagnlega fyrir Finnland. Finnar munu þó ekki ríghalda í evruna fyrir hvaða verð sem er og við erum búin undir allt sem kann að gerast,“ sagði ráðherrann í viðtalinu.
„Sameiginleg ábyrgð á skuldum annarra ríkja, efnahag þeirra og áhættu; við eigum ekki að búa okkur undir slíkt,“ bætti hún við.
Matti Hirvola, talsmaður Urpilainen lagði í samtali við AFP-fréttastofuna áherslu á að ekki ætti að skilja ummæli ráðherrans á þann hátt að Finnar byggju sig undir að slíta evru-samstarfinu.
AFP segir hins vegar að í viðtalinu við Kauppalehti hafi fjármálaráðherrann ítrekað að Finnland nyti enn, eitt fárra evru-ríkja, AAA-einkunnar matsfyrirtækja og Finnar myndu ekki fallast á samrunaþróun í þá átt að þjóðir yrðu samábyrgar fyrir skuldum annarra þjóða eða vegna þeirrar áhættu sem þær vildu taka.
Þá sagði hún að hugmyndir um bankasamband væu óraunhæfar væru þær reistar á sameiginlegri ábyrgð.
Í samtali við Helsingin Sanomat fimmtudaginn 5. júlí sagði Urpilainen að Finnar „fylgdu harðri stefnu“ þegar rætt væri um neyðarlán á evru-svæðinu. „Við leggjum gott til mála og viljum leysa mál en ekki fyrir hvaða verð sem er,“ sagði hún.
Finnar segjast ætla að ræða við Spánverja í næstu viku um að fá sérstaka tryggingu frá þeim vegna þess fjár sem kemur frá Finnlandi til að bjarga spænskum bönkum. Finnar gerðu slíkt hið sama gagnvart Grikkjum á síðasta ári.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.