Fimmtudagurinn 4. mars 2021

Sjávar­útvegs­nefnd ESB-þingsins samþykkir einróma refsi­reglur sem beita má gegn Íslendingum vegna makrílveiða


11. júlí 2012 klukkan 18:26

Sjávarútvegsnefnd ESB-þingsins samþykkti einróma á fundi sínum miðvikudaginn 11. júlí reglur sem heimila framkvæmdastjórn ESB að grípa til refsiaðgerða gegn ríkjum sem veiða úr ofveiddum stofnum og tengdum fisktegundum. Á vefsíðunni wordfishing segir að reglurnar séu svar ESB við ofveiði Íslendinga og Færeyinga á makríl.

ESB-þingið
Salur ESB-þingsins í Strassborg. Þingmenn fá greiddar 45.000 sérstaklega í dagpeninga sitji þeir þingfund og greiði atkvæði.

Í fréttinni segir að ESB-þingmenn hafi krafist þess að tryggð yrði sjálfbærni fiskstofna sem tengist hagsmunum ESB og þriðja ríkis. Í þessu skyni beri ESB að sýna hörku gagnvart þriðju ríkjum sem fari ekki að kröfum um að stöðva ofveiði skipa undir eigin fána.

Írski ESB-þingmaðurinn Pat the Cope Gallagher hefur beitt sér fyrir breytingum á upphaflegri tillögu framkvæmdastjórnar ESB á refsireglunum. Hinn 27. júní 2012 tókst samkomulag um hertar reglur milli ESB-þingmanna og ráðherraráðs ESB undir formennsku Dana.

Reglurnar heimila framkvæmdastjórninni að takmarka innflutning til ESB frá löndum þar sem ofveiði er heimil og nái takmörkunin til fisks og fiskafurða úr sameiginlegum fiskstofnum og „tengdum tegundum“.

ESB-þingmennirnir hertu á reglunum í meðferð sinni en gættu þess að sögn worldfishing að halda sig innan heimilda Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Vildu þeir mun rýmri túlkun á „tengdum tegundum“ en fram kom í upphaflegum tillögum framkvæmdastjórnarinnar. Túlkunin nær nú til allra fiska úr sama lífkerfi.

Þá er tekið fram að reynist refsiaðgerðirnar árangurslausar geti framkvæmdastjórnin gripið til frekari aðgerða eins og með því að takmarka afnot af ESB-höfnum, banna útflutning skipa, veiðarfæra og birgða frá ESB til þriðja lands og einnig banna sölu á skipum frá þriðja ríki til ESB.

Ríki sem ætlunin er að beita refsiaðgerðum skal fá hæfilegan umþóttunartíma til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri áður en gripið er til aðgerðanna og fær ekki nema einn mánuð til að fara að kröfum ESB.

Eftir samþykkt sjávarútvegsnefndarinnar fer frumvarpið að nýju reglunum fyrir ESB-þingið í heild. Greiða þingmenn væntanlega atkvæði um frumvarpið í september nk. Við svo búið verður málið afgreitt í ráðherraráðinu.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS