Fimmtudagurinn 4. mars 2021

Viðbrögð við kröfum ESB vegna landbúnaðarmála send til Brussel - verulegs átaks er þörf til breyta stjórnsýsluumgjörð vegna styrkja


11. júlí 2012 klukkan 18:59

Ráðherranefnd um Evrópumál innan ríkisstjórnar Íslands samþykkti föstudaginn 6. júlí aðgerðaáætlunin til að mæta opunarviðmiði í 11. kafla um landbúnað og dreifbýlisþróun í aðildarviðræðunum við ESB. Áætlunin var síðan send Evrópusambandinu með formlegum hætti. Áætlunin hefur einnig verið send utanríkismálanefnd alþingis til upplýsingar. Um er að ræða 100 blaðsíðna skýrslu þar sem kemur fram að „verulegs átaks“ sé þörf til að „koma á fót stjórnsýsluumgjörð“ til halda utan um sameiginlega landbúnaðarstefnu ESB.

Hin langa skýrsla til ESB var samin eftir að ráðherraráð ESB bauð Íslandi 1. september 2011 „að setja fram áætlun, þ.m.t. aðgerðaáætlun um ráðstafanir sem gripið yrði til í skrefum til að tryggja að farið yrði að fullu eftir regluverkinu í 11. kafla um landbúnað og dreifbýlisþróun við inngöngu í Evrópusambandið, að því er varðar landbúnaðarstefnu, löggjöf og stjórnsýslugetu, að teknu tilliti til hinna sérstöku aðstæðna sem eiga við um íslenskan landbúnað“.

Í formála skýrslunnar segir:

„Þó að íslenskum stjórnvöldum sé ljóst að aðild að Evrópusambandinu krefjist verulegra breytinga á landbúnaðarstefnunni og stjórnsýslunni er ekki talið við hæfi að gera breytingar á íslenskri stjórnsýslu eða löggjöf, vegna aðildar að Evrópusambandinu, fyrr en að þjóðin hefur samþykkt aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu.“

Ætlun íslenskra stjórnvalda er að gera tímasettar vinnuáætlanir og áætlanir um innleiðingu regluverksins, sem byggjast á niðurstöðum aðildarviðræðnanna, þ.m.t. að teikna upp greiðslustofnun sem uppfyllir kröfur sameiginlegu landbúnaðarstefnunnar (CAP) með sem einföldustum og skilvirkustum hætti og undirbúa nauðsynlega löggjöf. Hins vegar verði hvorki hinum eiginlegu stofnunum komið á fót né lagabreytingum hrundið í framkvæmd fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. „Markmiðið er að íslenska stjórnsýslan geti brugðist við með fljótvirkum hætti og gert nauðsynlegar lagabreytingar og breytingar á stjórnsýslunni til þess að allt sé til reiðu við inngöngu,“ segir í formálanum.

Í skýrslunni segir: „Verulegs átaks er þörf til að koma á fót viðeigandi stjórnsýsluumgjörð til halda utan um sameiginlegu [ESB] landbúnaðarstefnuna, með tilliti til sérstakra aðstæðna í íslenskum landbúnaði.“

Engin ákvörðun hefur verið tekin um greiðslustofnun framtíðarinnar í þágu landbúnaðar. Þar til það verður gert mun Ísland einungis starfrækja eina greiðslustofnun til að annast greiðslur frá landbúnaðarsjóðum. Það liggi ennfremur fyrir að umsjón með greiðslum frá fiskveiðisjóðnum verður hjá sömu stofnun.

Þá er boðað að eftir samruna sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og iðnaðarráðuneytisins í nýtt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti sem taki gildi 1. september 2012 komi til greina að velja á milli MAST, matvælastofnunar, og Byggðastofnunar við þróun á greiðslustofnun.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS