Laugardagurinn 23. janúar 2021

Bretland: Vaxandi umræður um þriðju leiðina gagnvart ESB - milli EES og núverandi aðildar Breta


12. júlí 2012 klukkan 15:24

Miklar umræður eru nú meðal áhugamanna um stöðu Bretlands innan Evrópusambandsins og hvaða leið skuli farin til að treysta hana til frambúðar þegar ljóst sé að almennt sætti Bretar sig ekki við framsal á meira valdi til stofnana ESB og vilji frekar fá í sínar hendur að nýju ráð yfir ýmsu sem nú sé í höndum embættsmanna ESB.

Hugveitan Open Europe birti nýlega skýrslu um málið. Þar er eindregið lagst gegn því að Bretar velji sömu leið og Norðmenn, það er gerist aðilar að evrópska efnahagssvæðinu. Það sé óhugsandi að Bretar afsali sér beinum áhrifum á ákvarðanir um fjármálaþjónustu og reglur um hana eins og þeir mundu gera með aðild að EES-samningnum. Norðmenn geti unað við EES meðal annars vegna þess að sú aðild tryggi þeim ráð yfir eigin sjávarútvegi og landbúnaði. Þessar greinar skipti máli í Noregi en séu aðeins 0,7% af vergri landsframleiðslu Bretlands.

Fresh Start, Nýtt upphaf er hópur breskra íhaldsþingmanna sem hafa efasemdir um aðild Breta að ESB. Markmið hans er að kynna rök til að skapa Bretum nýja stöðu innan ESB. Það verði gert með því að samband ríkja sé sniðið að hagsmunum þeirra og ekki jafnnáið á öllum sviðum. Bretar eigi ekki að lenda í stöðu Norðmanna heldur beri að tryggja aðild Breta að innri markaði ESB fyrir vöru og þjónustu með atkvæðisrétti um reglur markaðarins, Bretar verði þess vegna áfram aðilar að ESB. Þeir gætu hins vegar valið og hafnað þegar kæmi að einstökum málaflokkum.

Þingmennirnir halda því fram að nú á þessum tímum þegar miklar breytingar séu óhjákvæmilegar innan ESB gefist Bretum mörg tækifæri til að tryggja eigin stöðu á nýjan hátt, til dæmis þegar rætt sé um sameiginleg ESB-fjárlög eða breytingar á ESB-sáttmálunum, en í báðum tilvikum hafi Bretar neitunarvald. Þegar samið hafi verið um nýja aðildarskilmála megi leggja þá fyrir þjóðina í atkvæðagreiðslu.

Innan Íhaldsflokksins er ótti við að Breskir sjálfstæðissinnar (UKIP) sem vilja slíta tengslin við ESB nái fylgi af flokknum taki David Cameron forsætisráðherra ekki strax af skarið um nýja og harðari stefnu gagnvart ESB. Hann eigi að sýna hörku í viðræðum um ný ESB-fjárlög og geti sparað þar milljarði punda fyrir skattgreiðendur. Hann eigi að flytja yfirráð í lögreglu- og innanríkismálum alfarið til Bretlands þá eigi hann að gæta þess að 17 evru-ríki semji ekki reglur fyrir ESB-ríkin 27 varðandi „bankasamband“ eða nýja yfirstjórn á fjármálasviðinu.

Á það er bent að Bretar hafi sterka stöðu til áhrifa innan ESB. Standi valið á milli þess að Bretar segi skilið við sambandið eða endurheimti eitthvað af fyrri völdum sínum muni ríki í norðurhluta ESB að lokum hallast að því að best sé að heimila flutning á valdi til London en halda Bretum innan ESB. Hinn kosturinn yrði að lykilríki sem kjósi skýrar reglur um opin viðskipti innan ESB hyrfi af vettvangi þegar ESB væri í mikilli vörn. Þjóðverjar óttist ekki ESB undir stjórn Miðjarðarhafslanda ekki síður en aðrir.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS