Þriðjudagurinn 2. mars 2021

Írar ætla að sækja gegn Íslendingum á ráðherrafundi ESB 16. júlí - njóta eindregins stuðnings Norðmanna sem segja ráðherra sinn hvetja ESB til dáða


15. júlí 2012 klukkan 22:55

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherrar ESB-ríkjanna koma saman í Brussel mánudaginn 16. júlí undir forsæti Sofoclis Aletraris , landbúnaðar-, náttúruauðlinda- og umhverfisráðherra Kýpur. Síðasti liður á dagskrá ráðherranna ber fyrirsögina: Makrílstofninn í Norðaustur-Atlanshafi – viðskiptaaðgerðir. Í kynningu á liðnum segir að Írar hafi með stuðningi Frakka, Spánverja og Portúgala óskað eftir upplýsingum frá framkvæmdastjórninni um hugsanlegar viðskiptaaðgerðir gegn óstjórn á makrílstofninum í Norðaustur-Atlantshafi.

Lisbeth Berg-Hansen, sjávarútvegsráðherra Noregs

Eins og fram hefur komið hér á Evrópuvaktinni hefur írska ríkisstjórnin sent frá sér skjal til undirbúnings ráðherrafundinum þar sem hún krefst þess að framkvæmdastjórn ESB dragi til baka tilboð til Íslendinga um 7.5% hlutdeild í makrílkvótanum. Tilboðið sé alltof hátt enda makríllinn að hverfa af Íslandsmiðum.

Í skýringum á dagskrá ráðherrafundarins segir að í júní hafi náðst samkomulag milli ráðherraráðs ESB og ESB-þingsins um viðskiptaaðgerðir [það er refsiaðgerðir] gegn ríkjum sem leyfi ósjálfbærar veiðar á makríl. Í reglunum felist heimild fyrir ESB til að grípa til hafta gegn slíkum ríkjum eins og að takamarka innflutning til ESB í því skyni að vernda fiskstofna gegn skipum þriðju ríkja sem heimila ósjálfbærar aðferðir við stjórn fiskstofna sem þau eiga sameiginlega með ESB.

Að öllum formreglum uppfylltum verði reglurnar samþykktar af ráðinu og ESB-þinginu segir í dagskrárkynningunni og þá verði unnt að beita þeim við aðstæður eins og þær sem nú ríki á Norðaustur-Atlantshafi þar sem Íslendingar og Færeyingar hafi tekið einhliða ákvarðanir um kvóta sem fari langt umfram vísindalega ráðgjöf um leyfilegan heildarafla.

Í lok kynningartexta ráðherraráðsins segir að í mars 2012 hafi ráðherrar Írlands og Bretlands auk nokkurra annarra ríkja lýst áhyggjum yfir því að ekki hafi tekist að ná samningum milli ESB, Íslands og Færeyja um makrílstofninni í Norðaustur-Atlantshafi.

Eins og fram hefur komið á Evrópuvaktinni er mikill þungi í kröfu Íra um að horfið verði frá tilboði um 7,5% aflahlutdeild til Íslands en íslensk stjórnvöld hafa krafist 15-17% hlutdeildar. Írar munu árétta þessa kröfu á fundi ráðherraráðsins 16. júlí.

Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, var hér á landi 3. júlí 2012 og ákvað þá í samráði við sjávarútvegsráðherra Íslands og Noregs að hún og ráðherrarnir kæmu saman til fundar í London 3. september til að finna lausn á makríldeilunni.

Á vefsíðu samtaka norskra útgerðarmanna fiskebat.no var sagt frá því föstudaginn 13. júlí að Audun Maråk, framkvæmdastjóri samtakanna, lýsti fullum stuðningi við afstöðu írsku ríkisstjórnarinnar gegn Íslendingum. Hann sagði einnig að Lisbeth Berg-Hansen, sjávarútvegsráðherra Noregs, hefði hlotið mikið lof frá strandríkjum innan ESB fyrir festu hennar í makrílmálinu og fyrir að hvetja framkvæmdastjórn ESB til að taka afstöðu sem væri til hagsbóta fyrir þau strandríki sem ættu hagsmuna að gæta vegna makrílveiða. „Það er mjög mikilvægt að Noregur haldi fast í afstöðu sem er reist á eignarhaldi á makrílstofninum og hlutverki strandríkisins,“ segir Audun Maråk. „Það verður að hvetja ESB til að standa vörð um þetta grundvallarsjónarmið frekar en að hlusta á aðildarríki sem ekki eiga neitt undir skynsamlegri stjórn á makríl í Norðaustur-Atlantshafi.“

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS