Í frétt á dv.is laugardaginn 21. júlí er vitnað í grein í Washington Times frá miðvikudeginum 4. janúar 2012 eftir Miles Yu í dálki sem heitir Inside China. Miles lýsir Huang Nubo, auðmanni Kína með áhuga á Íslandi, á þennan hátt:
„Huang Nubo, fasteignajöfur sem kemur einnig fram sem félagi í Kommúnistaflokki Kína sem að nafninu til segist á móti kapítalisma veittist síðastliðinn fimmtudag [29. desember 2011] að ríkisstjórn Íslands fyrir að hafna 8 milljón dollara tilboði sínu í stóran hluta af landi hinnar norrænu eyþjóðar. Huang hafði óskað eftir að fá að kaupa land til að reisa “umhverfisvæna frístundabyggð„ og leggja golfvelli á 118 fermílna [300 ferkílómetra] landi.
Reiði Huangs komst einnig í fréttir af því að hann taldi að íslenska ríkisstjórnin hefði hafnað sér „sem félaga í kommúnistaflokknum“.
Huang (55 ára) flutti ræðu við athöfn í tilefni af því að hann gaf China-Europe International Business School í Sjanghai 1,58 m. dollara, þar vék hann að nýlegri efnahagskreppu á Íslandi.
„Íslendingar eru sjúkir og þeir eru veiklyndir,“ sagði hann. „Þeir eru hræddir í návist sterks ungs manns.“
Kommúnistaflokkur Kína gortar sig nú af rúmlega 80 milljónum félaga, álíka mörgum og allir íbúar Þýskalands.
Margir telja flokkinn á valdi spillingarafla á öllum stigum, hann stjórnar söfnun auðs og viðskiptatækifærum og ræður yfir eignum þjóðarinnar sem eru að mestu leyti í höndum flokksmanna og þeirra sem hafa tengsl við helstu foringja flokksins.
Huang hefur náin tengsl við innri kjarna flokksins og var áður embættismaður í áróðursráðuneyti flokksins.
Þegar hann afhenti styrkinn í Sjanghai sagði Huang að sögn ríkisfjölmiðla. „Ég er stoltur af því að vera félagi í kommúnistaflokknum.“
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.