Fimmtudagurinn 28. janúar 2021

Huang Nubo fer niðrandi orðum um Íslendinga - lýsir stolti yfir þátttöku í Kommúnista­flokki Kína


21. júlí 2012 klukkan 16:30

Í frétt á dv.is laugardaginn 21. júlí er vitnað í grein í Washington Times frá miðvikudeginum 4. janúar 2012 eftir Miles Yu í dálki sem heitir Inside China. Miles lýsir Huang Nubo, auðmanni Kína með áhuga á Íslandi, á þennan hátt:

Huang Nubo

„Huang Nubo, fasteignajöfur sem kemur einnig fram sem félagi í Kommúnistaflokki Kína sem að nafninu til segist á móti kapítalisma veittist síðastliðinn fimmtudag [29. desember 2011] að ríkisstjórn Íslands fyrir að hafna 8 milljón dollara tilboði sínu í stóran hluta af landi hinnar norrænu eyþjóðar. Huang hafði óskað eftir að fá að kaupa land til að reisa “umhverfisvæna frístundabyggð„ og leggja golfvelli á 118 fermílna [300 ferkílómetra] landi.

Reiði Huangs komst einnig í fréttir af því að hann taldi að íslenska ríkisstjórnin hefði hafnað sér „sem félaga í kommúnistaflokknum“.

Huang (55 ára) flutti ræðu við athöfn í tilefni af því að hann gaf China-Europe International Business School í Sjanghai 1,58 m. dollara, þar vék hann að nýlegri efnahagskreppu á Íslandi.

„Íslendingar eru sjúkir og þeir eru veiklyndir,“ sagði hann. „Þeir eru hræddir í návist sterks ungs manns.“

Kommúnistaflokkur Kína gortar sig nú af rúmlega 80 milljónum félaga, álíka mörgum og allir íbúar Þýskalands.

Margir telja flokkinn á valdi spillingarafla á öllum stigum, hann stjórnar söfnun auðs og viðskiptatækifærum og ræður yfir eignum þjóðarinnar sem eru að mestu leyti í höndum flokksmanna og þeirra sem hafa tengsl við helstu foringja flokksins.

Huang hefur náin tengsl við innri kjarna flokksins og var áður embættismaður í áróðursráðuneyti flokksins.

Þegar hann afhenti styrkinn í Sjanghai sagði Huang að sögn ríkisfjölmiðla. „Ég er stoltur af því að vera félagi í kommúnistaflokknum.“

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS