Ţriđjudagurinn 14. júlí 2020

Le Monde: Niđurskurđaráfalliđ og Spánverjar í uppnámi


22. júlí 2012 klukkan 14:57

Augljóst er ađ vandi Spánverja eđa banka ţeirra leystist ekki í síđustu viku ţegar ţeim var tilkynnt ađ fjármálaráđherrar evru-ríkjanna hefđu samţykkt ađ greiđa bönkunum fyrstu útgreiđslu allt ađ 100 milljarđa evru láns fyrir lok júlí. Sama dag og ţetta var tilkynnt rauk ávöxtunarkrafa á 10 ára spćnskum ríkisskuldabréfum yfir hćttumörk eđa í 7,28%. Hér birtist ţýđing á leiđara í franska blađinu Le Monde laugardaginn 21. júlí um stöđuna á Spáni og skyldur Evrópu, ţađ er ESB, gagnvart spćnsku ţjóđinni. Leiđarinn ber fyrirsögnina: Niđurskurđaráfalliđ og Spánverjar í uppnámi

„Nýlega sendi Mariano Rajoy, forsćtisráđherra Spánar, ţessi skilabođ til efnahagsmálaráđherra síns: Hugrekki, Spánn er ekki Úganda.„Vissulega. SMS-bođin lýsa ađ vísu einnig vilja til undanbragđa. Ţau eru til vitnis um kvíđann sem ríkir nú á Spáni viđ ađ sćta sömu kjörum og annađ Miđjarđarhafsríki: Grikkland.

Ótti ríkir í Madrid. Ađ ástćđulausu mćtti ímynda sér. Í ríkinu er starfhćf stjórn, hún getur lagt á skatta og unniđ ađ breytingum. Rajoy veit ađ harđneskjulegri niđurskurđur en nokkru sinni fyrr – 65 milljarđa evru sparnađur – mun hafa áhrif. Ţađ hefur hins vegar gerst í ţessari viku ađ Spánverjar hafa risiđ gegn áfallinu vegna „leiftursóknar“ gegn ríkisútgjöldum og látiđ í ljós reiđi sína – á götum úti.

Mánuđ eftir mánuđ dregst efnahagsstarfsemin saman. Tölurnar eru oft jafn ógnvekjandi og ţćr sem berast frá Aţenu. Helmingur ungs fólks er án atvinnu. Frá árinu 2007 hefur gjaldţrotum fyrirtćkja fjölgađ um 400%.

Ţjóđin borgar nú fyrir útţensluárin. Fyrir ţessa húsnćđisbólu sem nú hefur sprungiđ og skilur eftir efnahag í blćđandi sárum. Hreinsunin tekur mörg ár. Ţađ verđur ađ taka til í bönkunum sem sitja upp međ 184 milljarđa evra í vandrćđalánum. Ţađ verđur ađ létta skuldum af heimilum ţar sem kostnađur vegna lána er hćrri en tekjurnar. Ţađ verđur ađ afeitra efnahagsstarfsemina og losa hana undan ţví ađ vera algjörlega háđ íbúđabyggingum og mannvirkjagerđ, gulleggjahćnu síđasta áratugar, til ađ ýta undir fleiri atvinnugreinar.

Er ţađ í raun svo ađ óhjákvćmilegt sé auka á erfiđleikana međ ţví ađ ganga í gegnum allan ţann niđurskurđ sem nú er á döfinni, niđurskurđ sem ađ mati Nóbelsverđlaunahafans í hagfrćđi, Pauls Krugmans, „ er tóm vitleysa“?

Stjórnvöld í Madrid hćkka skatta, skera niđur útgjöld. En of mikiđ. Og illa. Ţetta er líka eins og í Grikklandi. Vegiđ er ađ menntakerfinu ţegar skólakerfiđ hefur ţegar veriđ dćmt á niđurleiđ. Fryst eru útgjöld til opinberra framkvćmda, dregiđ úr útgjöldum til rannsókna og ţróunar. Ţađ er međ öđrum orđum vegiđ ađ efnahagslegri framtíđ ţjóđarinnar – ekkert er ţó brýnna en búa í haginn fyrir hana. Spánverjar kalla á „hold-up“. Ţeir hafa alls ekki rangt fyrir sér.

Ríkisstjórn íhaldsmanna er ef til vill ađ vega ađ framtíđ ţjóđarinnar. Ţetta er allt gert til ađ skapa traust á mörkuđum sem augljóslega hafa ekki trú á ţví sem gert er og láta Spánverja gjalda mjög hátt verđ fyrir mistök fyrri ára. Allt er ţetta gert til ađ koma til móts viđ ráđamenn í Evrópu sem krefjast ţess af stjórnvöldum í Madrid ađ ţau lćkki halla á ríkissjóđi án ţess ađ huga ađ ţví međ hvađa ráđum ţađ er gert. Allt er ţetta gert svo ađ stjórnmálamenn í Berlín samţykki – eins og ţeir gerđu á fimmtudaginn [19. júlí] – ađ veita allt ađ 100 milljarđa evra til ađ endurfjármagna spćnska banka sem komnir eru ađ fótum fram.

Ráđamenn í Evrópu hafa ţegar brugđist međ ţví ađ leyfa Spánverjum ađ belgja sig út á áratug gervivaxtar. Seđlabanki Evrópu kveikti viđvörunarljós án ţess ađ mark vćri tekiđ á ţeim: í bankanum í Frankfurt minnast menn mjög líflegra samtala viđ stjórnvöld í Madrid. Ráđamenn í Evrópu eiga ekki ađ gera sömu vitleysuna tvisvar og láta ţjóđina leika lausum hala eins og gert var á árunum ţegar hún naut lífsins á amfetamíni. Ţađ á ekki ađ skilja Spánverja eftir eina og yfirgefna“.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjađnar samt

Nú mćla hagvísar okkur ţađ ađ atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt ađ verđbólgan fćrist í aukana. Ţađ er rétt ađ atvinnuleysiđ er ađ aukast og er ţađ í takt viđ ađra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Ţađ er hinsvegar rangt ađ verđbólgan sé ađ vaxa.

 
Mest lesiđ
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óţarfi ađ rćđa frekar viđ ESB vegna afstöđu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvćr Evrópu­skýrslur styđja sjónarmiđ LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvćmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir ađ í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfrćđi­stofnun HÍ og Alţjóđa­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styđji ţá afstöđu LÍÚ ađ Ísland eigi ađ standa utan ESB. Ţá segir hann óţarfa ađ ganga lengra í viđrćđum viđ ES...

Norđurslóđir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til ađ hlýnun jarđar og sú bráđnun hafíss, sem af henni leiđir geti losađ um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi veriđ hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiđum á Norđurslóđum. Ţetta segja rannsakendur ađ geti gerzt á einum áratug. Međal ţess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er ađ slíkir öskuhaugar séu ađ myndast á Barentshafi.

Ţýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega ţjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harđri gagnrýni fyrir ummćli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­ţingsins ţess efnis ađ Evrópu­sambandiđ vćri ekki „socialunion“ eđa bandalag um félagslega ţjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til ađ Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gćrkvöldi benda til ađ Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­ţingsins sem hófust í gćrmorgun og ađ ţingmönnumhans á Evrópu­ţinginu fćkki um tvo en ţeir hafa veriđ fimm. Ţetta gengur ţvert á spár um uppgang flokka lengst til hćgri í ţeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS