Miðvikudagurinn 21. apríl 2021

Spænska stjórnin sögð íhuga „mjúkt“ neyðarlán - lántökukostnaður Ítala nálgast hættumörk - óttast um stöðu Frakklands


24. júlí 2012 klukkan 10:43

Í spænska blaðinu El Economista er þriðjudaginn 24. júlí haft eftir heimildarmönnum nátengdum spænsku ríkisstjórninni að hún ætli að óska eftir „mjúkri“ neyðaraðstoð með því að fá tímabundna lánalínu til að endurfjármagna lán sem falla í gjalddaga á árinu 2012. Talið sé að það reynist öðrum ofviða að veita Spánverjum neyðarlán á borð við þau sem Grikkir, Írar og Portúgalir hafi fengið innan evru-svæðisins, þess vegna vilji spænska ríkisstjórnin fara þessa „mjúku“leið. Um sé að ræða fjárhæð allt að 100 milljörðum evra og yrðu fjármunirnir meðal annars notaðir til að stofna 18 milljarða neyðarsjóð innan Spánar til að bjarga skuldsettum héraðsstjórnum.

Sérfræðingar um þróun fjármálaviðskipta á evru-svæðinu óttast að verði ekki strax tekið á vanda Spánar steðji ekki aðeins aukin hætta að Ítalíu heldur einnig Frakklandi. Þá segir matsfyrirtækið Moody‘s að horfur á því að Þýskaland haldi AAA lánshæfiseinkunn sinni séu nú neikvæðar. Sendi fyrirtækið frá sér tilkynningu um þetta að kvöldi mánudags 23. júlí og sagði hið sama gilda um AAA einkunnir Hollands og Lúxemborgar, horfurnar væru neikvæðar. Frakkland og Austurríki töpuðu AAA einkunnum sínum fyrr á þessu, Finnland er nú eina evru-ríkið með AAA einkunn sem ekki er talin í hættu.

Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, og Luis de Guindos, efnahagsmálaráðherra Spánar, hittast á fundi í Berlín þriðjudaginn 24. júlí. Spænska stjórnin glímir nú við lántökukotsnað á 10 ára ríkisskuldabréfum sem nemur 7,5%, langt ofan við hættumörk.

Lántökukostnaður Ítala á 10 ára ríkisskuldabréfum fór í 6,377% 24. júlí.

Moody‘s telur horfur fyrir AAA-ríkin þrjú neikvæðar vegna þess að líklegra sé en áður að Grikkir segi skilið við evru-samstarfið auk þess sem ekki sé unnt að útiloka að spænska ríkisstjórnin fari fram á alhliða fjárhagsaðstoð. Með því að lýsa horfum sem neikvæðum aukast líkur á því að lánshæfiseinkunnin sjálf verði lækkuð innan næstu tveggja ára.

Í matinu kemur fram að Moody‘s telur að hverfi Grikkir frá evrunni verði það til að „valda keðjuáföllum“ á fjármálamörkum. Það verði aðeins unnt að draga úr tjóni vegna áfallanna með miklum opinberum útgjöldum.

Fulltrúar þríeykisins –ESB, Seðlabanka Evrópu (SE) og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) – koma til Aþenu þeiðjudaginn 24. júlí til að leggja mat á stöðu efnahagsmála og hvernig staðið hefur verið að því að koma til móts við skilyrði hinna þriggja stofnana sem standa formlega að neyðarlánum til Grikkja. Það ræðst af mati á skýrslu þessara fulltrúa hvort ákveðið verður að greiða Grikkjum 31,5 milljarða evra – síðasta hluta 130 milljarða evra neyðarláns.

Sparnaðaraðgerðir grísku ríkisstjórnarinnar hafa tafist vegna samdráttar í efhagsstarfsemi þjóðarinnar. Óskum um að lengja frest til að hrinda aðgerðunum í framkvæmd hefur verið illa tekið meðal þeirra sem standa að þríeykinu.

Jim O Neill, forstöðumaður eignastýringar hjá Goldman Sachs, sagði þirðjudaginn 24. júlí að Seðlabanki Evrópu yrði að grípa til róttækra aðgerða:

„Verði Ítalir strax fyrir sama þrýstingi og Spánverjar berst vandinn líklega inn á franska markaði – ráðamenn verða því að grípa til nokkuð ákveðnari aðgerða á sviði peningamála,“ sagði hann.

Lena Komileva, aðalhagfræðingur fjárfestingagreiningafélagsins Gplus Econonomic, lýsti einnig áhyggjum yfir að vandinn kynni að vaxa.

„Ég hef áhyggjur af því að það sé svo óvinsælt fyrir ríkisstjórnir að óska eftir neyðaraðstoð að þær grípi of seint til þeirra ráða, þetta þýðir að Spánverjar halda áfram að spilla fyrir öðrum þjóðum á evru-svæðinu það sem eftir er ársins.

Ítalir eiga auðvitað erfitt með að verjast þessum illu áhrifum en ég hef vaxandi áhyggjur af stöðu Frakkland.“

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjaðnar samt

Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS