Fimmtudagurinn 22. apríl 2021

Antonis Samaras: Efnahagslægð Grikklands er dýpri en spáð hefur verið - staðan skýrist líklega ekki fyrr en í september


24. júlí 2012 klukkan 13:51
Antonis Samaras

Efnahagslægðin í Grikklandi á þessu ári verður mun dýpri en áður var spáð sagði Antonis Samaras, forsætisráðherra landsins, þriðjudaginn 24. júlí, sama dag og sendinefnd þríeykisins, ESB, Seðlabanka Evrópu (SE) og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) heimsækir Aþenu til að gera úttekt á því hvernig gríska ríkisstjórnin stendur við neyðarlánaskuldbindingar sínar. Forstætisráðherra reiknar nú með 7% efnahagssamdrætti í þess að 5% höfðu áður verið nefnd af Seðlabanka Grikklands.

Í mars 2012 samþykktu ESB, SE og AGS að veita Grikkjum 130 milljarða neyðarlán, annað neyðarlán þessara aðila. Síðasta hluta lánsins, 31.5 milljarða evra, á greiða í september fullnægi Grikkir skilyrðum samkvæmt lánskjörum. Fulltrúar þríeykisins eiga að ganga úr skugga um að svo sé. Sé gríska efnahagslægðin dýpri en spáð var eykur það á erfiðleika stjórnvalda við að standa við loforð sín en áður en forsætisráðherrann flutti hinar neikvæðu fréttir 24. júlí var ljóst að stjórn hans gæti líklega ekki staðið við það sem um hefur verið samið.

Grikkir hafa mátt þola efnahagssamdrátt í fimm ár og nú segir Samaras að ekki komi til hagvaxtar fyrr en árið 2014. Talið er að forsætisráðherrann muni óska eftir lengri frestum í viðræðum við fulltrúa þríeykisins.

Hagfræðingar segja að Grikkir þurfi þriðja neyðarlánið, að minnsta kosti 50 milljarða evra.

Fulltrúar þríeykisins eru ekki einu gestirnir frá ESB í þessari viku í Aþenu. Þangað er von á José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, sem hefur ekki verið í Grikklandi síðan 2009. Barroso ætlar að hitta Samaras og ræða við hann stöðu efnahagsmála í Evrópu og Grikklandi sérstaklega að sögn talsmanns hans.

Grikkir hafa lofað að ná halla á ríkissjóði niður fyrir 3% af vergri landsframleiðslu (VLF) árið 2014. Í árslok 2011 var hallinn 9% af VLF. Útgjöld ríkisins hafa verið lækkuð um 17 milljarða evra og heildarskuldir ríkisins hafa lækkað úr 160% af VLF í 132% samkvæmt opinberum tölum sem voru birtar mánudaginn 23. júlí. Gríska stjórnin hefur lofað þríeykinu ná heildarskuldum niður í 120% af VLF árið 2020.

Talsmaður framkvæmdastjórnar ESB sagði mánudaginn 23. júlí að skýrslan eftir ferð fulltrúa þríeykisins til Aþenu nú mundi líklega ekki verða kynnt fyrr en í september og mat á henni yrði lagt til grundvallar við ákvörðun um frekari greiðslur til Grikkja.

Þessar tímasetningar skapa grískum stjórnvöldum nokkurn vanda þar sem þeim ber að endurgreiða Seðlabanka Evrópu 3,8 milljarða evra hinn 20. ágúst. Ríkissjóður Grikkja ræður ekki við þessa greiðslu án aðstoðar frá þríeykinu. Seðlabanki Evrópu kynni að verða að fresta innheimtu af sinni hálfu. Frekari endurgreiðslur eru á döfinni í september. Tafir á aðgangi að neyðarláninu kynnu að leiða til gjaldþrots Grikklands og slita á evru-samstarfinu.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjaðnar samt

Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS