Sautján sérfræðingar í efnahagsmálum, sem allir eru stuðningsmenn evrunnar segja að Evrópa gangi nú í svefni fram að bjargbrúninni og að staðan í hinum skuldsettu evruríkjum hafi versnað verulega á nokkrum vikum. Um er að ræða m.a. tvo meðlimi sérstaks sérfræðingaráðs í efnahagsmálum í Þýzkalandi og sérfræðinga í evrunni í London School of Economics. Frá þessu segir Daily Telegraph.
Í skýrslu fyrir stofnun, sem nefnist Institute for New Economic Thinking segja þeir þessa stöðu afleiðingu kerfis, sem sé í núverand mynd sinni hrunið (thoroughly broken). Þeir segja að verði ekki ráðin bót á vanda gjaldmiðilskerfisins muni evran leysast upp.
Í frétt blaðsins kemur fram, að PIMCO, stærsti skuldabréfasjóður heims hafi tilkynnt í gær, að sjóðurinn mundi halda sig frá þýzka skuldabréfamarkaðnum, þar sem búast megi við enn frekari lækkun á lánshæfismati Þýzkalands, Hollands og Lúxemborgar.
Í skýrslunni segja sérfræðingarnir sautján að hægt sé að koma stöðugleika á þegar í stað með því að til verði lánveitandi til þrautavara, sem styðji við bakið á skuldabréfamarkaðnum annað hvort með því að virkja Seðlabanka Evrópu í því skyni eða veita ESM, hinum varanlega neyðarsjóði ESB bankaleyfi og þar með möguleika á lántöku hjá SE.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.