Fimmtudagurinn 25. febrúar 2021

Sautján sér­fræðingar: Evrópa gengur í svefni fram að bjargbrúninni


25. júlí 2012 klukkan 09:30

Sautján sérfræðingar í efnahagsmálum, sem allir eru stuðningsmenn evrunnar segja að Evrópa gangi nú í svefni fram að bjargbrúninni og að staðan í hinum skuldsettu evruríkjum hafi versnað verulega á nokkrum vikum. Um er að ræða m.a. tvo meðlimi sérstaks sérfræðingaráðs í efnahagsmálum í Þýzkalandi og sérfræðinga í evrunni í London School of Economics. Frá þessu segir Daily Telegraph.

Í skýrslu fyrir stofnun, sem nefnist Institute for New Economic Thinking segja þeir þessa stöðu afleiðingu kerfis, sem sé í núverand mynd sinni hrunið (thoroughly broken). Þeir segja að verði ekki ráðin bót á vanda gjaldmiðilskerfisins muni evran leysast upp.

Í frétt blaðsins kemur fram, að PIMCO, stærsti skuldabréfasjóður heims hafi tilkynnt í gær, að sjóðurinn mundi halda sig frá þýzka skuldabréfamarkaðnum, þar sem búast megi við enn frekari lækkun á lánshæfismati Þýzkalands, Hollands og Lúxemborgar.

Í skýrslunni segja sérfræðingarnir sautján að hægt sé að koma stöðugleika á þegar í stað með því að til verði lánveitandi til þrautavara, sem styðji við bakið á skuldabréfamarkaðnum annað hvort með því að virkja Seðlabanka Evrópu í því skyni eða veita ESM, hinum varanlega neyðarsjóði ESB bankaleyfi og þar með möguleika á lántöku hjá SE.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjaðnar samt

Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS