Þýski stjórnlagadómstóllinn hefur lýst breytingu á kosningalögum andstæða stjórnarskránni. Niðurstaðan er sögð áfall fyrir ríkisstjórn Angelu Merkel. Hún hafði knúið fram breytingu á konsingalögunum undir árslok 2011 sem dómstóllinn segir að brjóti gegn jafnræðisreglu og ákvæðum um beint kjör þingmanna. Auk þess brjóti nýju lögin gegn kröfu um sanngjarnt jafnvægi milli stjórnmálaflokka.
Stjórnarandstöðuflokkarnir, jafnaðarmenn (SPD) og græningjar, skutu málinu til dómstólsins í Karlsruhe auk 3.000 kjósenda sem vildu vita álit stjórnlagadómaranna.
Þýska kosningakerfið er reist á því að kjósendur greiða í fyrsta lagi ákveðnum frambjóðanda atkvæði en annað atkvæði þeirra ákveður hlutfallslegan þingmannafjölda hvers flokks. Þá eru einnig jöfnunarsæti en úthlutun þeirra ræðst af hvort stuðningur við einstaka frambjóðendur endurspeglast í hlutfallslegri skiptingu þingsæta milli flokka.
Nú eru 15 jöfnunarsæti. Stjórnlagadómstóllinn telur þau of mörg miðað við grunnreglur stjórnarskrárinnar og jafnvægi milli flokka.
Reglurnar sem nú hefur verið hafnað má rekja til viðbragða ríkisstjórnarinnar við niðurstöðu stjórnlagadómstólsins frá júlí 2008 en þar sagði að núverandi kerfi gæfi stórum flokkum óeðlilegt forskot. Frambjóðendur CDU, flokks Merkel, fær venjulega flest atkvæði greidd einstökum frambjóðendum og hefur því hagnast mest á reglunum um úthlutun jöfnunarsæta.
Ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir að leita ekki samstöðu á þingi um breytingar á kosningalögunum. Stjórnarandstaðan snerist gegn breytingunum haustið 2011. Nú verða þingmenn að taka málið til umræðu að nýju, gengið verður til kosninga til sambandsþingsins haustið 2013 og fyrir þann tíma verða ný kosningalög að hafa tekið gildi.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.