Forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum sem ekki hafa látið að sér kveða á alþjóðavettvangi leggja gjarnan land undir fót áður en lokaslagurinn hefst á heimavelli til að ræða við erlenda ráðamenn. Mitt Romney, frambjóðandi repúblíkana, er á slíku ferðalagi núna. London er fyrsti viðkomustaður hans í vikuferð til Bretlands, Ísraels og Póllands. Ýmislegt hefur farið í handaskolum nú þegar vegna ferðarinnar og er bent á að annað yfirbragð sé á henni eða ferð Baracks Obama um þetta leyti fyrir fjórum árum þegar honum var fagnað í Evrópu eins og rokkstjörnu og tugir þúsunda hlýddu á ræðu hans í Tiergarten í Berlín.
Mitt Romney hafði ekki stigið úr flugvél sinni Bretlandi þegar menn tóku að velta fyrir sér hvaða stefnu hann boðið. The Daily Telegraph birti ummæli eftir aðstoðarmanni Romneys sem hafa verið lögð út á þann veg að í þeim mætti finna vott af kynnþáttaóvild. „Við deilum sömu engil-saxnesku arfleifðinni og Mitt Romney telur að hið sérstaka samband (við Bretland) hafi einstakt gildi [...] Í Hvíta húsinu hafa menn greinilega ekki tekið mið af sögunni sem við deilum hvor með öðrum,“ sagði ráðgjafi Romneys við blaðið. Forsetaframbjóðandinn lýsti tafarlaust vanþóknun sinni á ummælunum. Demókratar gátu hins vegar ekki látið hjá líða að færa sér þau í nyt. David Axelrod, kosningaráðgjafi forsetans, sagði ummælin „ótrúlega hrollvekjandi“.
Mitt Romney var framkvæmdastjóri vetrarólympíuleikanna þegar til þeirra var efnt í Salt Lake City árið 2002 og hefur nýtt velgengni sína í því starfi sem mikilvægan þátt í forsetakosningabaráttu sinni. NBC-sjónvarpsstöðin birti viðtal við Romney sem tekið var fyrir komuna til London. Þar vakti hann máls á því að Bretum gengi illa að manna öryggisgæslu auk þess sem hótun landamæravarða um verkfall vekti auðvitað ekki bjartsýni.
„Það er erfitt að átta sig á því hvernig þetta mun allt fara,“ sagði Romney og vísaði þar til Ólympíuleikanna sem hefjast í London föstudaginn 27. júlí.
David Cameron, forsætisráðherra Breta, brást við ummælum Romneys með því að hrósa því hve vel væri staðið að málum vegna leikanna í London og það væri auðveldara skipuleggja Ólympíuleikana „in the middle of nowhere“ – þar sem enginn er á ferð. Ummælin eru túlkuð með vísan til forystu Romneys vegna leikanna í Salt Lake City árið 2002. Það væri aðdáunarvert að geta skipulagt Ólympíuleikana í hjarta London, sagði Cameron.
Eftir fund með Cameron í Downing-stræti 10 sagði Romney að búast mætti við mistökum og hann væri viss um að leikarnir í London yrðu glæsilegir. „Reynsla mín af því að skipuleggja Ólympíuleikana segir mér að það eru alltaf einhverjir hnökrar fyrsta daginn eða svo,“ sagði Romney og bætti við að það væri unnt að kippa þeim í liðinn og þeir hyrfu í skuggann fyrir afrekum íþróttamannanna.
Undir kvöld fimmtudaginn 26. júlí var hlaupið með Ólympíukyndilinn um götur London til hátíðarhalda í Hyde Park þar sem tugir þúsunda manna komu saman. Boris Johnson borgarstjóri flutti ávarp og sagði:
„Ég heyri að einhver gaur að nafni Mitt Romney vilji fá að vita hvort við séum tilbúin. Erum við tilbúin? Erum við tilbúin? Já, við erum það!“
Tók mannfjöldinn duglega undir með borgarstjóranum.
Þegar fréttir af framgöngu Romneys bárust til Bandaríkjanna sögðu stuðningsmenn hans að það sem gerst hefði í London skipti engu fyrir kosningabaráttuna heima fyrir. „Við höfum ekki áhyggjur af fyrirsögnum í útlöndum, við höfum áhyggjur af kjósendum hér heima í Ameríku,“ sagði Bobby Jindal, ríkisstjóri í Louisiana, einn helstu stuðningsmanna Romneys.
Bandarískar sjónvarpsstöðvar gerðu sér hins vegar mikinn mat úr því sem laut að ferð Romneys til London. Harry Reid, leiðtogi meirihluta demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, var ómyrkur í máli:
„Það er ekki gott fyrir land okkar – þetta er ekki gott fyrir hann – en fyrir landið að senda einhvern sem er tilnefndur frambjóðandi annars höfuðflokksins úr landi til að móðga alla,“ sagði Reid við Huffington Post.
Mitt Romney hitti einnig Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, sem nú leiðir tilraunir til að semja frið fyrir botni Miðjarðarhafs. Þá ræddi Romney við Ed Miliband, leiðtoga Verkamannaflokksins.
Romney sagðist einnig hafa rætt við yfirmann MI6, það er leyniþjónustu Breta sem sinnir njósnum utan Bretlands. Er mjög óvenjulegt að sagt sé frá slíkum fundum.
Romney sat einnig fjáröflunarkvöldverð og er talið að hann hafi safnað þar um 2 milljónum dollara í kosningasjóð sinn. Hann verður við setningu Ólympíuleikana að kvöldi föstudags 27. júlí og heldur til Ísraels laugardaginn 28. júlí.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.