Allsherjar björgun Spánar vegna fjárhagserfiðleika spænska ríkisins mundi fram á mitt ár 2015 kosta um 650 milljarða evra að mati hugveitunnar Open Europe. Forsenda fyrir þessum útreikningum er sú að Spánn gæti ekki sótt peninga á alþóðalega fjármálamarkaði í 3 ár vegna kostnaðar. Á næstu 36 mánuðum þurfi Spánn á 542 milljörðum evra að halda til viðbótar við þá 100 milljarða evra, sem spænskir bankar hafa fengið fyrirheit um og spænskar héraðsstjórnir hugsanlega 20 milljarða evra þar til viðbótar.
Slíkar upphæðir mundu tæma ESM hinn varanlega neyðarsjóð ESB, sem tekur til starfa í september með 500 milljarða evra.
Í frétt Sunday Telegraph um málið í dag kemur fram, að slík aðstoð sé óframkvæmanleg. Hins vegar sé ljóst að sú upphæð, sem bankarnir hafi fengið fyrirheit um dugi ekki. Líklegast sé að Spánn fái lán að upphæð 155 milljarða evra og frekari lausafjárfyrirgreiðslu frá Seðlabanka Evrópu.
Jim O´Neill, sem stýrir eignastýringu Goldman Sachs segir í grein í Sunday Telegraph í dag að vandi Spánar verði ekki leystur annars staðar en í Berlín og Frankfurt (þar sem höfuðstöðvar SE eru). Hann segir jafnframt að ef Þýzkaland vilji ekki samþykkja að sameina skuldir evruríkjanna með útgáfu evruskuldabréfa eigi Þjóðverjar að stöðva gjaldmiðilssamstarfið núna. Í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi komst sami maður svo að orði, að lausnin væri fólgin í því að aðildarríki evrunnar gerðu sér grein fyrir, að þau hefðu komið á fót Bandaríkjum Evrópu og ef þau héldu áfram að hugsa um hagsmuni hvers ríkis í stað heildarhagsmuna eftir þá gerð væri staðan vonlaus.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.