Vísa til ákvæða í Hafréttarsáttmála um landgrunnið-Rússar nota sömu rök fyrir sínum kröfum
Leiðangur danskra vísindamanna leggur af stað á norðurskautssvæðið í þessari viku til að undirbúa kröfu um yfirráð Dana yfir stóru svæði norður af Grænlandi, sem nær m.a. til norðurpólsins. Kröfugerðin mun byggjast á Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Frá þessu segir BarentsObserver.
Leiðangurinn fer með sænska ísbrjótnum Óðni, sem fer frá Svalbarða á morgun, þriðjudag, 31. júlí en um borð verða 46 danskir og sænskir vísindamenn. Kröfurnar þurfa að liggja fyrir eigi síðar en í nóvember 2014.
Danmörk hefur skilgreint fimm slík hugsanleg svæði út frá Grænlandi og Færeyjum. Leiðangursmenn munu leitast við að færa sönnur á að landgrunnið frá Grænlandi nái alla leið til Norðurpólsins og þess vegna eigi hann að falla undir danskt yfirráðasvæði. Norðurpóllinn er í um 380 sjómílna fjarlægð frá Grænlandi.Samkvæmt fréttum BarentsObserver virðast þetta vera áþekkar röksemdir og Íslendingar nota vegna tilkalls til hlutdeildar í Hatton-Rockall-svæðinu.
Til þess að kröfugerðin verði trúverðug þurfa vísindamennirnir að sýna fram á að Lomonosov Ridge sem er landsvæði neðansjávar og nær 1800 kílómetra yfir pólinn sé framhald af grænlenzku landi.
Rússneskir vísindamenn halda því fram að um sé að ræða framhald af rússnesku landi og hyggjast leggja gögn því til sönnunar fyrir Sameinuðu þjóðirnar snemma á árinu 2014.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.