Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hitti Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, á þýsku frístundaeyjunni Sylt mánudaginn 30. júlí áður en hann hélt áfram skyndiför sinni til Frankfurt á fund Marios Draghis í Seðlabanka Evrópu. Evrópuferð Geithners er liður í að efla trú markaða á evrunni og ráðstöfunum henni til bjargar. Í því efni beinast augu manna meira en áður að Draghi og Seðlabanka Evrópu.
Þegar sagt var frá ferð Geithners í fjölmiðlum að morgni mánudags 30. júlí veltu menn fyrir sér hvort krókurinn sem hann tæki á sig til að hitta Schäuble væri í kurteisisskyni þar sem aðalerindi hlyti hann að eiga við Mario Draghi sem menn settu nú helst traust á þegar rætt væri um stöðu evru-ríkjanna. Jean-Claude Juncker, formaður evruhópsins, sagði í viðtali við Le Figaro sem birst hefur hér á Evrópuvaktinni að Seðlabanki Evrópu nyti nú meira trausts á fjármálamörkuðum en ríkisstjórnir evru-landanna.
Mario Draghi sagði fimmtudaginn 26. júlí að seðlabankinn mundi gera allt sem umboð hans leyfði til að vernda evruna, frá henni yrði ekki horfið, heldur skyldi hún varin af öllu afli. Þetta dró strax úr lántökukostnaði Spánar og Ítalíu og hélt sú þróun áfram mánudaginn 30. júlí.
Lántökukostnaður Spánar á 10 ára ríkisskuldabrféfum lækkaði í 6,6% en hann varð hæstur tæp 7,6% fyrir viku. Ítalir nutu einnig lækkunar á samskonar bréfum í 5,96%. Var það í fyrsta sinn síðan í apríl sem þessi tala fór niður fyrir 6%.
Nýjar tölur spænsku hagstofunnar sýndu að efnahagur Spánar dróst saman um 0,4% á öðrum ársfjórðungi þessa árs, samdrátturinn var 0,3% á fyrsta ársfjórðungi. Taldi hagstofan þetta stafa af minni innlendri eftirspurn.
Seðlabanki Evrópu kynnir vaxtaákvarðanir sínar næst fimmtudaginn 2. ágúst og menn velta fyrir sér hvort þá verði einnig skýrt frá ákvörðun um að bankinn hefji kaup skuldabréfa að nýju en þau markaðsafskipti bankans eru þekkt undir heitinu: Securities Markets Programme (SMP).
SMP-áætlunin felst í því að Seðlabanki Evrópu kaupir ríkisskuldabréf af viðskiptabönkum og stuðlar þannig að því að lántökukostnaður ríkisstjórna lækkar án þess að seðlabankinn láni þeim beint fé. Horfið var frá SMP-áætluninni í lok janúar 2012.
Stjórnendum bráðabirgða-björgunarsjóðs evrunnar, EFSF, er heimilt að kaupa skuldabréf milliliðalaust af ríkissjóði viðkomandi lands með öðrum orðum að lána fé beint til skuldugra ríkja eins og Spánar. Sjóðurinn hefur því heimild til beinna viðskipta við fjármálaráðuneyti sem seðlabankinn hefur ekki.
Nú eru bundnar vonir við að samræmdar aðgerðir seðlabankans og EFSF dugi betur en fyrri úrræði til að lækka lántökukostnað ríkja eins og Spánar og Ítalíu.
Heimild: BBC
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.