Þriðjudagurinn 26. janúar 2021

Ólafur Ragnar: Þjóðin biður um þáttaskil - gagnrýnir sundrungar­stefnu ríkis­stjórnar­innar við fimmtu innsetningu sína


1. ágúst 2012 klukkan 18:35
Forsetaskrifstofan
Ólafur Ragnar Grímsson við hlið styttu af Jóni Sigurðssyni.

Ólafur Ragnar Grímsson var settur í embætti forseta Íslands í fimmta sinn við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu miðvikudaginn 1. ágúst. Í ræðu sinni gagnrýndi forseti aðferð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og stuðningsmanna hennar við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Til hennar hefur verið efnt í andstöðu við stjórnarandstöðuna. Taldi forseti það brot á þeirri venju sem ríkt hefði alla tíð við breytingu á stjórnarskránni. Þá mælti hann með því að stór utanríkismál yrðu afgreidd í sátt. Samstaða um afgreiðslu stórmála mundi stuðla að því að auka virðingu alþingis. Þóðin bæði um slík þáttaskil.

Undir lok ræðunnar sagði forseti: „Samstaða um hin stærstu mál í stað sífellds ágreinings er vísasti vegurinn til að endurvekja traustið sem löggjafanum er nauðsynlegt.“ Áður hafði hann meðal annars sagt:

„Íslendingar hafa ávallt borið gæfu til að ná víðtækri samstöðu um breytingar á stjórnarskrá, skapa einhug sem í aðdraganda aldamóta birtist við afnám deildaskiptingar Alþingis, mótun nýs kafla um mannréttindi og breytta tilhögun þingrofsins.

Þjóðin hefur búið að samstöðu sem ofin er úr mörgum strengjum, á sér djúpar rætur í sögu okkar og menningu, mótuð af nábýli við náttúruöflin og sækir styrk í glímuna við ögrandi vanda.“

Ólafur Ragnar nefndi ályktun alþingis um stefnu Íslands á Norðurslóðum, einhuga stuðningur allra flokka, sem dæmi „um nýjar og farsælar aðferðir við mótun utanríkisstefnu“. Ályktunin sýndi að hægt væri „með góðum vilja að skapa þjóðareiningu um grundvallarþátt í stefnu Íslands“.

Með því að ræða nauðsyn samstöðu um utanríkisstefnuna og að alþingi gæti með góðum vilja náð henni dró forseti upp andstæðu við stöðuna sem nú ríkir vegna ágreinings um aðildina að ESB þar sem aðeins einn stjórnmálflokkur hefur hana stefnuskrá sinni er framkvæmdavaldið vinnur hins vegar hörðum höndum að því að hrinda málinu í framkvæmd.

Forseti Íslands sagði:

„Allir sem kjörnir eru til ábyrgðar eiga að taka höndum saman, láta uppbyggingu leysa átök af hólmi.

Þjóðin biður um slík þáttaskil; það er lærdómur samræðnanna sem fram fóru í aðdraganda kosninganna; í byggðarlögum, á vinnustöðum og heimilum.

Þjóðin vill geta treyst Alþingi og öðrum stofnunum lýðveldisins. Samstaða um hin stærstu mál í stað sífellds ágreinings er vísasti vegurinn til að endurvekja traustið sem löggjafanum er nauðsynlegt.

Þjóðin veit að líkt og samhugur er forsenda farsæls fjölskyldulífs eru takmörk fyrir því hve lengi samfélag þolir þá upplausn sem stöðug átök hafa í för með sér.

Því heiti ég á þessari stundu á okkur öll, sem sækjum umboð til þjóðarinnar, heiti á Alþingi og sveitarstjórnir, alla sem kjörnir eru til ábyrgðar, að við tökum upp nýja siði, látum átökin víkja og röðum verkefnum á þann veg að breiður stuðningur verði að baki ákvörðunum.“

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS